Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   30/9 
 Neyðarástand vegna úrhellis í New Y    
 Neyðarástandi var lýst yfir í New York 
 borg í gærkvöld vegna mikillar úrkoma  
 og flóða. Vatn á götum borgarinnar náði
 sums staðar upp að mitti vegfarenda.   
 Sólarhringsúrkoma gærdagsins mældist um
 200 millimetrar og í Brooklyn          
 hverfinu rigndi jafn mikið á           
 þremur klukkustundum og gerir að       
 jafnaði í öllum septembermánuði.Úrkoman
 hafði mikil áhrif á samgöngur, bílar   
 sátu fastir á götunum vegna            
 flóðavatns, flug fór úr skorðum og     
 miklar tafir urðu í                    
 neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.    
 Ekki hefur verið tilkynnt um alvarleg  
 slys eða dauðsföll vegna flóðanna.     
 Eric Adams borgarstjóri hvatti         
 borgarbúa til þess að fara varlega núna
 í morgunsárið, því sums staðar væri enn
 vatn á götunum.                        
Velja síðu: