Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 Chauvin áfrýjar dómnum         
 Fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek   
 Chauvin hefur ákveðið að áfrýja dómi  
 sínum vegna morðsins á George Floyd.  
 Lögmenn hans vísa til 14        
 umkvörtunarefna í tengslum við     
 réttarhöldin yfir honum í       
 sumar. Chauvin var dæmdur í rúmlega 22 
 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Floyd 
 að bana með því að þrýsta hné sínu að 
 hálsi hans í nærri tíu mínútur á meðal 
 Floyd lá á götunni. Andlát Floyds í maí
 í fyrra varð kveikjan að mörgum    
 kröfugöngum fyrir réttindum svartra í 
 Bandaríkjunum. Chauvin sakar nú    
 Minnesotaríki um að hafa beita sig   
 misrétti og bendir til að mynda á   
 fjölda vankanta varðandi val á     
 kviðdómi. Hann beið með áfrýjun sína  
 allt þar til frestur var við það að  
 renna út í gærkvöld.          
Velja síðu: