Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  22/4 
 Skrópaði í vinnuna í 15 ár       
 Starfsmaður sjúkrahúss í borginni   
 Catanzaro á Ítalíu er nú til rannsóknar
 fyrir að hafa skrópað í vinnuna í heil 
 fimmtán ár. Allan þann tíma fékk    
 maðurinn full laun. Maðurinn er til  
 rannsóknar vegna gruns um svik,    
 fjárkúgun og misnotkun á aðstæðum.   
 Þessi fimmtán ár sem hann mætti ekki  
 til vinnu hlaut hann samanlagt um 538 
 þúsund evrur í laun, jafnvirði rúmlega 
 80 milljóna króna. Sex stjórnendur  
 sjúkrahússins eru einnig til rannsóknar
 í tengslum við málið að sögn      
 fréttastofu BBC. Rannsókn þessa máls er
 liður í umfangsmeiri rannsókn á    
 vinnuskrópi og mögulegum fjársvikum í 
 opinbera geiranum á Ítalíu. Að sögn BBC
 var starfsmaðurinn í þessu máli opinber
 starfsmaður.              
                    
Velja síðu: