INNLENDAR FRÉTTIR 102
Fimm ár frá Brexit: Hver hafa áhrif
Fimm ár eru í dag síðan Bretar gengu
endanlega úr Evrópusambandinu eftir
nærri hálfrar aldar aðild.Kosið var um
útgönguna í þjóðaratkvæðagreiðslu 2016
og tæp fjögur ár tók fyrir útgönguna
að verða að veruleika.Þótt útlit
hafi verið fyrir að Bretar gengju út
úr bandalaginu samningslausir, tókst
á endanum að semja um þátttöku þeirra í
innri markaði Evrópu, að minnsta kosti
til áramóta 2020/21.Í úttekt breska
ríkisútvarpsins eru fimm atriði tekin
fyrir á þessum tímamótum og skoðað
hver ávinningurinn af útgöngunni var,
ef nokkur.Verslun og viðskiptiÞar segir
að hagfræðingar séu almennt sammála um
að útganga Breta hafi haft neikvæð
áhrif á verslun og viðskipti í
Bretlandi.Menn greinir þó á hve slæm
áhrifin eru. Sumar rannsóknir þykja