Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/1 
 Þúsundir mótmæltu í Ástralíu í morg  
 Þúsundir Ástrala virtu að vettugi   
 sóttvarnarreglur í morgun og komu saman
 til að mótmæla degi Ástralíu, frídegi 
 sem ber upp á daginn þegar Bretar   
 stofnuðu þar fanganýlendu fyrir rúmum 
 tvö hundruð árum. Frumbyggjar, sem   
 kalla þennan dag Innrásardaginn, eru  
 afar ósáttir við þennan hátíðisdag, en 
 þeir segja 26. janúar 1788 marka    
 upphafið að meira en tveggja alda   
 hörmungum og þjáningum. Þrátt fyrir  
 gildandi reglur um að ekki mættu fleiri
 koma saman en fimm hundruð, söfnuðust 
 þúsundir saman í almenningsgarði í   
 Sydney í morgun til þess að mótmæla. Að
 sögn lögreglu voru mótmælin að mestu  
 friðsamleg, en fimm hafi þó verið   
 handteknir. Mótmæli voru einnig í öðrum
 borgum og bæjum í Ástralíu.      
                    
Velja síðu: