Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  25/9 
 Áfram mótmælt í Louisville       
 Annað kvöldið í röð flykktist fólk á  
 götur Louisville og annarra borga í  
 Bandaríkjunum til þess að mótmæla því 
 að enginn þurfi að svara til saka fyrir
 morðið á Breonna Taylor í mars. Taylor 
 var skotin til bana af lögreglumönnum á
 heimili sínu. Mikil spenna var í    
 loftinu í gærkvöld eftir atburði    
 miðvikudagskvöldsins. Eftir tiltölulega
 friðsöm mótmæli fram eftir degi voru  
 tveir lögreglumenn særðir skotsárum.  
 Hvorugur þeirra er í lífshættu.    
 Yfirvöld hvöttu til          
 stillingar. Óeirðarlögregla var í   
 viðbragðsstöðu í Louisville, þar sem  
 mótmælendur hrópuðu nafn Taylor.    
 Nokkrir voru handteknir að sögn    
 Guardian, þeirra á meðal ríkisþingkonan
 Attica Scott.             
                    
Velja síðu: