Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  23/9 
 Minnislaus kona er þekktur hönnuður  
 Yfirvöld á Króatíu telja sig vera búin 
 að bera kennsl á konu sem fannst á   
 eyjunni Krk 12. september síðastliðinn.
 Konan fannst á lífi, en hún gat ekki  
 sagt þeim sem fundu hana hvernig hún  
 komst þangað sem hún var, hvaðan hún  
 kom eða hver hún væri. Króatíska    
 lögreglan segir konuna vera hina 57 ára
 gömlu Danielu Adamcovu frá Slóvakíu.  
 Adamcova er fyrrverandi hönnuður. Hún 
 bjó lengi vel í Bandaríkjunum og bjó  
 til skartgripi fyrir frægt fólk á borð 
 við Diönu Ross. Hönnun hennar mátti  
 einnig sjá í sjónvarpsþáttunum Friends,
 og samkvæmt Guardian seldi hún einnig 
 stjörnum á borð við Brigitte Bardot og 
 Barbra Streisand skartgripi.      
                    
                    
                    
Velja síðu: