Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/9 
 Segir árásina augljóslega hryðjuver  
 Franski innanríkisráðherrann Gerald  
 Darmanin segir hnífaárásina í París í 
 gær augljóslega hafa verið framda af  
 íslömskum hryðjuverkamönnum. Átján ára 
 maður af pakistönskum uppruna var   
 handtekinn, grunaður um að hafa stungið
 konu og karl fyrir utan        
 skrifstofuhúsnæði í borginni. Sex til 
 viðbótar eru í varðhaldi að sögn    
 fréttastofu BBC og verða yfirheyrðir  
 vegna málsins. Fólkið er alvarlega sært
 eftir árásina. Þau voru fyrir utan   
 skrifstofuhúsnæðið að reykja þegar   
 árásin var gerð. Skrifstofur franska  
 háðsádeilutímaritsins Charlie Hebdo var
 áður til húsa þar. Réttarhöld yfir   
 fjórtán einstaklingum sem taldir eru  
 hafa aðstoðað tvo árásarmenn á     
 skrifstofur Charlie Hebdo árið 2015 eru
 nýhafin. Tólf létu lífið í árásinni  
Velja síðu: