INNLENDAR FRÉTTIR 102
Trump segir birtingu ljósmynda úr d
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir
það ekkert stórmál þótt Demókratar í
eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar
hafi birt nítján ljósmyndir úr
dánarbúi barnaníðingsins Jeffrey
Epstein. Trump sést á þremur myndanna
og á einni þeirra má sjá hann standa
í hópi nakinna kvenna.Ekki liggur fyrir
hvenær myndirnar voru teknar, en þær
sýna ekkert sem talist getur saknæmt.
Robert Garcia, leiðtogi Demókrata í
eftirlitsnefndinni, segir að sumar
myndirnar sem ekki hafa verið birtar
séu óhugnanlegar. Alls eru 95 þúsund
ljósmyndir til skoðunar."Allir þekktu
þennan mann, sagði Trump við blaðamenn
í Hvíta húsinu í gærkvöld. "Hann
var úti um allt á Palm Beach. Hann
lét mynda sig með öllum, ég meina
að hundruð manna eiga myndir af sér með