Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  21/9 
 Valdaránstilraun hrundið í Súdan    
 Stjórnvöld í Súdan segja að komið hafi 
 verið í veg fyrir valdarán í landinu í 
 dag. Að sögn upplýsingamálaráðherra  
 landsins hafa þeir sem stóðu að    
 tilrauninni verið handteknir og bíða  
 yfirheyrslu. Forsprakkarnir eru hvort 
 tveggja úr her landsins og almennir  
 borgarar. Heimildir AFP fréttastofunnar
 herma að þeir hafi reynt að leggja   
 undir sig höfuðstöðvar         
 ríkisfjölmiðilsins í borginni Omdurman,
 en mistekist. Fullyrt er að      
 stuðningsmenn Omars al-Bashirs,    
 fyrrverandi forseta Súdans, hafi verið 
 að verki. Honum var steypt af stóli á 
 vormánuðum 2019 eftir rúmlega     
 aldarfjórðung við völd.        
                    
                    
                    
Velja síðu: