INNLENDAR FRÉTTIR 102
Hýdd opinberlega fyrir hjúskaparbro
Sjaríalögregla í Aceh-héraði Indónesíu
hýddi par 140 sinnum í gær fyrir
hjúskaparbrot og áfengisdrykkju.Nokkur
fjöldi safnaðist saman til þess
að fylgjast með enda nýtur þessi tegund
refsingar mikils stuðnings í þessu
íhaldssama héraði.Karlmaður og kona
fengu hvort um sig 100 svipuhögg fyrir
hjúskaparbrotið en 40 fyrir
áfengisdrykkju. Konan féll í ómegin að
refsingu lokinni og var flutt á brott í
sjúkrabíl.Talið er að þetta sé versta
refsing af þessum toga fyrir
hjúskaparbrot og áfengisdrykkju síðan
Aceh-héraði var veitt sjálfsstjórn árið
2001 og sjaríalög tekin þar upp.Fjórir
til viðbótar voru hýddir við
sömu athöfn í gær, þar á meðal
meðlimur sjaríalögreglunnar og kona.
Þau unnu sér til sakar að vera í