Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  19/5 
 Vilja tryggja aðgengi að reiðufé    
 Bresk stjórnvöld heita almenningi því 
 að reiðufé verði áfram aðgengilegt   
 þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi 
 orðið til þess að bankaútibúum er lokað
 í æ ríkari mæli.Fjármálaráðuneytið   
 greindi frá því í gær að        
 fjármálaeftirliti yrði gert kleift með 
 nýrri löggjöf að krefja helstu banka  
 landsins um tryggja aðgengi fólks að  
 seðlum. Ekki var sérstaklega greint frá
 þeim meðulum sem fjármálaeftirlitið  
 hefði til þess en John Glen      
 efnahagsráðherra sagðist vita að    
 ákveðnir, viðkvæmir hópar í samfélaginu
 reiddu sig enn á notkun reiðufjár.   
 Fjármálaráðuneytið telur að um 5,4   
 milljónir Breta séu í þeim hópi og   
 efnahagsráðherrann sagði því áríðandi 
 að enginn yrði út undan þrátt fyrir  
 aukna tæknivæðingu.          
Velja síðu: