INNLENDAR FRÉTTIR 102
Ekki framin færri morð í Lundúnum s
Á liðnu ári voru framin 97 morð
eða manndráp í Lundúnum sem er
það fæsta síðan 2014. Þetta kemur
fram í samantekt Lundúnalögreglunnar
sem birt var í morgun.Eins
hafi ofbeldisglæpum fækkað um fimmtung
á þessum tíu árum og þeim sem lögð hafa
verið inn á sjúkrahús með stungusár
fækkað um 30% á fimm árum. Það sýni
tölur heilbrigðisþjónustunnar
NHS.Ekki hafi heldur verið framin færri
morð miðað við höfðatölu frá
því skráningar hófust árið
1997. Borgarbúum hafi þó fjölgað
talsvert síðan þá. Hlutfallið sé lægra
en í New York, Berlín, París og
Los Angeles.Enga tölfræði er að finna
í skýrslunni um fjölda þjófnaða
eða kynferðisbrota í Lundúnum á
síðasta ári.Símaþjófnaðir halda áfram