INNLENDAR FRÉTTIR 102
Tíu ára drengur myrtur í stunguárás
Fimmtán ára gamall drengur stakk tíu
ára gamlan samnemanda sinn til bana í
þorpinu Gorkíj-2 vestan við Moskvu í
Rússlandi á þriðjudaginn. Drengurinn,
sem er kallaður "Tímofej K. í
umfjöllun rússneskra fréttamiðla á
Telegram, tók voðaverkið upp á farsíma
sinn og birti myndband af því
á samfélagsmiðlum.Rússneski fréttamiðil
Baza greinir frá því að árásarmaðurinn
hafi verið í bol með áletruninni "Engin
líf skipta máli . Hann er einnig
sagður hafa verið með hjálm með
ýmsum áletrunum, þar á meðal
setningunni "Sigrið gyðingana,
bjargið Rússlandi , sem er þekkt
slagorð rússneskra nýnasista. Setningin
er tilvitnun í Dylann Roof, sem
drap níu manns í kirkju í Charleston
í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum