Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/9 
 Fjölskylda Taylor vill málsgögn    
 Fjölskylda Breonna Taylor krefst þess 
 að bandarísk yfirvöld birti endurrit  
 ákvörðunar ákærudómstóls um að sækja  
 lögreglumenn ekki til saka fyrir að  
 hafa orðið henni að bana. Taylor var 
 drepin af lögreglumönnum á heimili sínu
 í Louisville í Kentucky í mars. Þrír  
 óeinkennisklæddir lögreglumenn réðust 
 inn í íbúð Taylor um miðja nótt 13.  
 mars. Þeir voru með leitarheimild vegna
 fíkniefnamáls. Kærasti hennar vaknaði 
 og lenti í skotbardaga við       
 lögreglumennina, sem hann taldi vera  
 innbrotsþjófa. Engin fíkniefni fundust 
 við leitina. Ákærudómstóll birti á   
 miðvikudag ákæru á hendur einum    
 lögreglumannanna, en ekki fyrir að hafa
 orðið Taylor að bana. Hann var ákærður 
 í þremur liðum fyrir hættuspil, vegna 
 skota sem hæfðu veggi nærliggjandi   
Velja síðu: