Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   5/11 
 Pútín íhugar kjarnorkuvopnatilrauni    
 Vladimír Pútín Rússlandsforseti.EPA /  
 MAXIM SHIPENKOVVladimír Pútín forseti  
 Rússlands hefur skipað embættismönnum  
 að setja saman tillögur um að hefja    
 tilraunir með kjarnorkuvopn á ný. Þetta
 eru viðbrögð við ummælum Donalds       
 Trump forseta Bandaríkjanna um að      
 hann ætli að hefja tilraunir af því    
 að Kína og Rússland séu þegar að       
 gera það á laun.Pútín sagði á          
 fundi öryggisráðs Rússlands að         
 stjórnvöld hefðu alltaf staðið         
 við skuldbindingar sínar               
 samkvæmt sáttmálanum um bann           
 við kjarnorkuvopnatilraunum.           
 Ef Bandaríkin eða annað ríki sem       
 ræður yfir slíkum vopnum myndi         
 hefja tilraunir, myndi Rússland gera   
 það líka.                              
                                        
Velja síðu: