Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  19/5 
 Lula genginn í hjónaband        
 Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz 
 Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður 
 Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni
 í gær og gekk að eiga unnustu sína   
 Rosangela da Silva.Lula þykir     
 sigurstranglegri en Jair Bolsonaro,  
 sitjandi forseti en kosið verður í   
 október. Lula var forseti á árunum 2003
 til 2010 og fékk tólf ára fangelsisdóm 
 fyrir spillingu árið 2018 en      
 hæstiréttur Brasilíu ógilti      
 niðurstöðuna á síðasta ári. Nýbökuð  
 eiginkona Lula er félagsfræðingur að  
 mennt og samflokksmaður hans í     
 Verkamannaflokknum. Athöfnin fór fram í
 borginni Sao Paulo og var sveipuð dulúð
 og leynd enda fengu gestir ekki að vita
 hvar veislan yrði haldin fyrr en daginn
 áður.                 
  Veður 160, Flug 420-7, Færð 470  
Velja síðu: