INNLENDAR FRÉTTIR 102
Borgarstjóri vill rannsaka ríkisstj
Bill de Blasio, borgarstjóri New York,
bættist í hóp þeirra sem krefjast
ítarlegrar rannsóknar á ásökunum í garð
ríkisstjórans Andrew Cuomo um
kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan,
fyrrverandi aðstoðarkona Cuomos, sakar
hann um fjölda brota á meðan hún vann
fyrir hann frá árinu 2015 til 2018.
Boylan birti bloggfærslu á miðvikudag
þar sem hún segir Cuomo hafa kysst hana
á munninn án samþykkis. Þá segir hún
hann hafa lagt til að þau spiluðu
fatapóker í flugvél, og hann hafi
strokið henni um mjóbakið, hendur og
fætur. Yfirlýsing var send út frá
skrifstofu Cuomo þar sem ásakanir
Boylan um ósæmilega hegðun hans séu
einfaldlega rangar. Cuomo sagði einnig
þegar Boylan birti fyrst ásakanir á
hendur honum á Twitter í desember að