INNLENDAR FRÉTTIR 102
Lofthelgi Íran opnuð á ný
Lofthelgi Íran hefur verið opnuð á ný
eftir um fimm klukkustunda, óútskýrða
lokun. Þetta kemur fram á vef Guardian.
Í tilkynningu frá Flightradar24 fyrr í
kvöld kom fram að Íran hefði gefið út
svokallaða NOTAM-tilkynningu til
flugmanna um að lofthelgi landsins yrði
lokað tímabundið. Samkvæmt henni
átti lokunin að standa yfir í um
tvær klukkustundir en alls var hún
lokuð í um fimm klukkustundir. Allt
flug innan lofthelginnar var bannað
að undanskildu millilandaflugi til
og frá Íran með opinberu leyfi.