INNLENDAR FRÉTTIR 102
25 heimili hið minnsta eyðilögð eft
Bjarga þurfti hundruðum úr bílum í New
Jersey og New York eftir mikil flóð í
ríkjunum. Mikið hefur rignt í
norðausturhluta Bandaríkjanna frá því á
sunnudag og eru viðvaranir vegna
skyndiflóða í gildi allt frá New York
suður til Virgínu. Sá bær sem hefur
orðið verst úti er Newark Valley í
suðurhluta New York-ríkis. Þar
eyðilögðust að minnsta kosti 25 heimili
og fjöldi vega.Miklar tafir urðu í
neðanjarðarlestarkerfinu í New York
eftir að vatn flæddi um lestarstöðvar.
Flóðin hafa einnig haft áhrif á
flugvelli borgarinnar og búist er við
að einhverjar tafir verði þar í dag.
Farþegar í neðanjarðarlestarkerfinu
sögðu aðstæður þar óboðlegar
fyrir farþega."Þetta er mjög
pirrandi. Fólk vill bara komast heim