Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   25/11
 Tíu drepnir í árásum Pakistana á Af    
 Talibanastjórnin í Afganistan          
 segir Pakistana hafa gert loftárás á   
 hús í héraðinu Khost í                 
 suðausturhluta landsins. Stjórnin segir
 að níu börn og fullorðin kona hafi     
 verið drepin í                         
 árásinni."Pakistanski innrásarherinn   
 gerði sprengjuárás á hús almenns       
 borgara, Waliat Khan, sonar Qazi Mir,  
 skrifaði Zabihullah Mujahid,           
 talsmaður Talibanastjórnarinnar,       
 á samfélagsmiðlinum X (áður            
 Twitter). "Afleiðingin er sú að níu    
 börn og ein kona dóu píslarvættisdauða 
 og húsið var lagt í rúst. Mujahid sagði
 fleiri loftárásir hafa verið gerðar í  
 héruðunum Kunar og Paktika og að minnst
 fjórir almennir borgarar hafi          
 særst.Mikil spenna hefur verið á milli 
 Pakistans og Afganistans að undanförnu.
Velja síðu: