Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/9 
 Rottan Magawa heiðruð fyrir hetjust  
 Forðarottan Magawa varð í gær fyrsta  
 rottan til þess að hljóta virt     
 heiðursverðlaun bresku         
 dýralæknagóðgerðastofnunarinnar PDSA. 
 Verðlaunin eru veitt árlega dýrum sem 
 hafa sýnt mikla dirfsku eða hollustu  
 við skyldustörf. Magawa hefur þefað  
 uppi 39 jarðsprengjur og 28 ósprungin 
 skothylki í Kambódíu á starfsævi sinni.
 Talið er að allt að sex milljónir   
 jarðsprengna séu grafnar í ríkinu.   
 Rottan er sjö ára og var þjálfuð af  
 belgísku góðgerðarsamtökunum Apopo. Þó 
 þau séu skráð í Belgíu er starfstöð  
 þeirra í Tansaníu, þar sem hetjurottur 
 samtakanna eru þjálfaðar, eða HeroRAT. 
 Þær eru þjálfaðar til þess að þefa uppi
 sprengjur og berkla. Dýrin útskrifast 
 eftir árs þjálfun.           
  Veður 160, Flug 420-7, Færð 470  
Velja síðu: