Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   12/12
 Þingmenn í Indiana felldu tillögu u    
 Kjörnir fulltrúar í                    
 öldungadeild ríkisþingsins í Indiana   
 í Bandaríkjunum felldu með miklum      
 mun frumvarp um að færa                
 kjördæmamörk þannig að það             
 hentaði Repúblikanaflokknum betur      
 í þingkosningum á næsta                
 ári. Demókrataflokkurinn þarf aðeins   
 að ná þremur fleiri þingmönnum         
 kjörnum þá til að endurheimta          
 meirihluta í fulltrúadeildinni.        
 Samkvæmt ákvæðum frumvarpsins hefðu tvö
 kjördæmi þar sem hátt hlutfall         
 stuðningsfólks Demókrata býr verið     
 leyst upp. Alls eru níu kjördæmi í     
 Indiana. Leiðtogar Repúblikana í ríkinu
 hafa verið tregir til að feta í        
 fótspor flokksfélaga sinna í Texas,    
 Ohio og fleiri ríkjum                  
 við kjördæmabreytingar.                
Velja síðu: