INNLENDAR FRÉTTIR 102
Sósíalisti og þjóðernissinni komust
Útgönguspár í Portúgal benda til þess
að António José Seguro, frambjóðandi
Sósíalistaflokksins, hafi fengið flest
atkvæði í fyrri umferð forsetakosninga
í dag. Allt stefnir í aðra
kosningaumferð þar sem valið stendur á
milli Seguros og Andrés Ventura,
frambjóðanda jaðarhægriflokksins Chega,
sem lenti í öðru sæti.Þegar 99
prósent atkvæða hafa verið talin er
Seguro með rúmlega 31 prósent og
Ventura með um 23,5 prósent.Þetta er
í fyrsta sinn í 40 ár sem haldin
er önnur umferð í forsetakosningum
í Portúgal. Forsetaembættið er að mestu
táknrænt. Forsetinn hefur þó ákveðnar
valdheimildir svo sem að synja lögum
staðfestingar og leysa upp þing við
ákveðnar aðstæður.Skoðanakannanir bentu
til þess að Ventura hlyti flest