INNLENDAR FRÉTTIR 102
Apabólutilfelli á Portúgal og Spáni
Um það bil fjörutíu tilfelli af því sem
talið er vera apabóluveira hafa greinst
á Spáni og í Portúgal. Bretar greindu
frá sjö tilfellum veikinnar í síðasta
mánuði.Smitin komu upp í höfuðborgum
ríkjanna, um það bil tuttugu í og
umhverfis Lissabon og þremur fleiri í
Madrid. Í frétt norska ríkisútvarpsins
af málinu kemur fram að í einhverjum
tilellum séu vísbendingar um að smit
hafi borist með kynmökum. Það er
nýlunda þar sem veiran berst yfirleitt
með dropasmiti. Það gerist þegar
smitaður einstaklingur hóstar, hnerrar
eða snýtir sér og hraustur
einstaklingur andar að sér dropum eða
úða frá honum. Apabóla er landlæg í
mið- og vestanverðri Afríku, einkum í
Kongó, þar sem smit berast gegnum