INNLENDAR FRÉTTIR 102
Ábyrgist ekki að Venstre sitji í st
Troels Lund Poulsen, formaður danska
stjórnmálaflokksins Venstre og
varnarmálaráðherra Danmerkur, vill ekki
ábyrgjast að flokkurinn haldi áfram
þátttöku í samsteypustjórn landsins
fram að næstu þingkosningum.Venstre
(sem er hægriflokkur þrátt fyrir
nafnið) á aðild að samsteypustjórn yfir
miðju ásamt Jafnaðarmannaflokknum
og Hófsemdarflokknum (Moderaterne).Nokk
titringur hefur verið innan
stjórnarinnar að undanförnu, einkum
eftir að Poulsen lýsti því yfir í
vikunni að Danmörk yrði að taka til
greina að segja sig úr Evrópusamningnum
um ríkisfang til að gera auðveldara
að svipta glæpamenn af erlendum uppruna
ríkisborgararétti. Þessi yfirlýsing kom
flatt upp á leiðtoga samstarfsflokka
Venstre í stjórninni.Í viðtali við