INNLENDAR FRÉTTIR 102
Ísraelsher hefur drepið tvö börn á
Vopnahlé milli Ísraela og Hamas
tók gildi 11. október og síðan þá
hefur Ísraelsher dregið úr árásum
á Gaza-ströndina en ekki hætt
þeim. Samkvæmt nýrri skýrslu Unicef
hefur herinn drepið 67 börn síðan
samið var um vopnahlé. Alls hefur
herinn drepið 280 manns á Gaza á
þessu tímabili og sært rúmlega 670.Enn
er mikill matarskortur á Gaza
og heilbrigðiskerfið er hrunið.
Unicef áætlar að um 4.000 börn séu við
það bága heilsu að nauðsynlega þurfi
að flytja þau á spítala í
útlöndum. Unicef hefur eftir læknum á
Gaza að börnin séu með alvarleg
brunasár, áverka eftir sprengjubrot og
áverka á mænu og heila. Þar á meðal
séu einnig börn með krabbamein sem
hafa ekki fengið læknismeðferð