Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 Verðlaunafé Nóbelsverðlauna hækkað   
 Verðlaunafé Nóbelesverðlaunahafa þessa 
 árs verður hærra en í fyrra, hækkar úr 
 níu milljónum sænskra króna í tíu   
 milljónir, jafnvirði ríflega 150    
 milljóna íslenskra króna. Sænska    
 viðskiptablaðið Dagens Industri hefur 
 þetta eftir Lars Heikensten, yfirmanni 
 Nóbelsstofnunarinnar. Fyrstu      
 Nóbelsverðlaunin voru veitt árið 1901 
 og fengu þá verðlaunahafar 150.000   
 sænskar krónur. Það hækkaði síðan hægt 
 og rólega og var komið í eina milljón 
 árið 198. Verlaunin hækkuðu verulega á 
 níunda og tíunda áratug síðustu aldar í
 níu milljónir sænskra króna árið 2000 
 og tíu milljónir ári síðar. Eftir   
 fjármálakreppuna var verðlaunafé lækkað
 í átta milljónir, en hækkað aftur um  
 eina milljón fyrir þremur árum.    
                    
Velja síðu: