Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   22/11
 COP30 lýkur án áætlunar um jarðefna    
 Lokayfirlýsing                         
 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, 
 COP 30, var samþykkt í dag en engin    
 samstaða náðist um að draga úr         
 notkun jarðefnaeldsneytis   þrátt fyrir
 að ráðstefnan hefði verið framlengd    
 um einn dag.Lokafundur hefur dregist og
 því er ráðstefnunni ekki formlega      
 lokið.Fjölmörg þátttökuríki eru ósátt  
 við yfirlýsinguna því þar er           
 ekki minnst á áætlun um að hætta       
 notkun jarðefnaeldsneytis. Rúmlega 80  
 ríki kölluðu eftir slíkri áætlun og    
 voru lagðar fram þrjár tillögur        
 að leiðum til að hætta                 
 notkun jarðefnaeldsneytis í            
 áföngum.Nokkur olíuríki lögðust hins   
 vegar alfarið gegn slíku orðalagi og   
 var það því ekki í                     
 lokaútgáfu yfirlýsingarinnar.          
Velja síðu: