INNLENDAR FRÉTTIR 102
ESB samþykkir lán til Úkraínu en ek
Leiðtogar Evrópusambandsins féllust á
að veita Úkraínu lán upp á 90 milljarða
evra, eða andvirði um þrettán billjóna
íslenskra króna, eftir leiðtogafund í
Brussel í kvöld. Áætlað er að þetta fé
dugi Úkraínu til að fjármagna
varnir sínar næstu tvö árin.
António Costa, forseti leiðtogaráðs
ESB, tilkynnti þetta í færslu
(áður Twitter).Ekki tókst að
ná samkomulagi um að nýta
frystar eignir rússneska seðlabankans,
sem nema um 200 milljörðum evra, til
að fjármagna stuðning til
Úkraínu. Belgía, þar sem flestir
bankarnir með eignirnar eru staðsettir,
hafði farið fram á að aðildarríki
tækju sameiginlega ábyrgð á
nýtingu eignanna en önnur aðildarríki