Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 ESB viðurkennir ekki Lúkasjenkó    
 Evrópusambandið viðurkennir ekki    
 Aleksander Lúkasjenkó sem forseta   
 Hvíta-Rússlands. Josep Borrell,    
 utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, 
 lýsti þessu yfir í morgun. Hann sagði 
 að Evrópusambandið viðurkenndi ekki  
 fölsuð úrslit forsetakosninganna í   
 Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði.   
 Athöfnin í gær, þegar Lúkasjenkó sór  
 embættiseið nýtt kjörtímabil hefði ekki
 verið lögmæt. Talsmaður þýsku     
 stjórnarinnar lýsti því yfir í gær að 
 stjórnvöld í Berlín viðurkenndu ekki  
 Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta því 
 kosningarnar í Hvíta-Rússlandi í    
 síðasta mánuði hefðu hvorki verið   
 frjálsar né lýðræðislegar.       
                    
                    
   Veður um víða veröld ...... 168  
Velja síðu: