Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   10/1 
 Segja alríkið halda að sér öllum gö    
 Embættismenn í bandarísku              
 borginni Minneapolis og                
 Minnesota-ríki gagnrýna alríkisyfirvöld
 harðlega fyrir að halda þeim fjarri    
 rannsókn á því að                      
 fulltrúi innflytjendastofnunarinnar    
 skaut 37 ára konu til bana             
 á miðvikudag.Fulltrúinn hefur          
 verið nafngreindur í fjölmiðlum        
 vestra sem Jonathan Ross. Varaforsetinn
 JD Vance segir hann njóta              
 algerrar friðhelgi en saksóknarar      
 í Minnesota draga lögmæti þess         
 í efa.Konan hét Renee Nicole Good      
 og var að sögn eiginkonunnar Beccu Good
 þarna stödd til stuðnings við nágranna.
 Hún sat undir í bíl sínum þegar Ross   
 skaut hana. Saksóknari í borginni segir
 alríkislögreglumenn hafa fjarlægt      
 bílinn og tekið skothylki              
Velja síðu: