INNLENDAR FRÉTTIR 102
Norðmenn náðu nærri markmiði sínu
Norðmenn komust nærri því
markmiði stjórnvalda á nýliðnu ári að
selja eingöngu mengunarfrí
ökutæki. Rafbílar voru 95,9 prósent
af nýskráningum á árinu 2025.
Norsk stjórnvöld höfðu gert það
að óskuldbundnu markmiði ársins
að eingöngu mengunarlaus ökutæki
yrðu seld á árinu.Breytingar
á virðisaukaskatti sem tóku gildi
um áramót eru taldar eiga stóran þátt í
því að margir keyptu sér nýjan rafbíl
fyrir árslok, segir Geir Inge Stokke,
forstjóri norsku Vegagerðarinnar í
yfirlýsingu sem AFP vísar til.Norska
ríkisstjórnin ákvað að lækka undanþágu
frá virðisaukaskatti úr 500
þúsund norskum krónum í 300 þúsund frá
og með fyrsta janúar. Fella
átti undanþáguna niður á næsta ári