Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   4/12 
 Litlar friðarhorfur í Úkraínu          
 Bogi Ágústsson, Björn Þór Sigbjörnsson 
 og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í  
 Heimsglugga vikunnar um stöðuna        
 í friðarviðræðum í Úkraínu. Rússar hafa
 ekki hvikað frá ítrustu kröfum sínum   
 svo litlar líkur virðast á vopnahléi   
 eða friði á næstunni. Í Noregi og      
 Danmörku eiga leiðtogar Jafnaðarmanna  
 og forsætisráðherrar landanna í nokkrum
 erfiðleikum. Litlu munaði að norska    
 stjórnin félli vegna deilna um fjárlög 
 og staða Mette Frederiksen hefur veikst
 verulega                               
 eftir sveitarstjórnarkosningarnar      
 í nóvember.Allt við hið sama           
 í ÚkraínuRússar fallast ekki           
 á breytingar sem gerðar voru           
 á upphaflegu 28 liða                   
 friðartillögunum sem margir segja að   
 hafi í raun verið óskalisti eða kröfur 
Velja síðu: