INNLENDAR FRÉTTIR 102
"Hvernig gat annað eins gerst?
Annar eigenda barsins sem brann
í skíðabænum Crans-Montana í Sviss
á nýársnótt hefur verið handtekinn þar
sem hann þykir líklegur til að reyna að
flýja land. Fulltrúum 37 ríkja og
Evrópusambandsins var boðið að vera við
minningarathöfn í dag. Á meðal gesta
voru forsetar Frakklands og
Ítalíu."Hvernig gat annað eins gerst í
landinu sem stærir sig af vandvirkni og
öryggi á öllum sviðum? Því hér
fór greinilega allt úrskeiðis,
skortur á eftirliti, yfirfullur
staður, unglingar undir lögaldri,
eldfimar innréttingar og fáar
flóttaleiðir. Hér stefnir í langt og
viðamikið sakaruppgjör, segir
Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV,
sem fylgdist með minningarathöfninni