Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  14/5 
 Boða grímulaust líf í Bandaríkjunum  
 Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa   
 gefið grænt ljós á nær grímulaust líf 
 fyrir fullbólusetta Bandaríkjamenn.  
 Grímuskylda hefur víða verið í gildi í 
 Bandaríkjunum síðustu mánuði. Reglur um
 grímunotkun eru nokkuð misjafnar á   
 milli ríkja en skylt hefur verið að  
 bera grímur í öllum alríkisbyggingum og
 almenningssamgöngum hvers konar. Þá  
 hefur bandaríska sóttvarnastofnunin  
 eindregið hvatt til grímunotkunar í  
 fjölmenni, innan dyra jafnt sem utan, 
 jafnvel þótt það sé ekki skylda í   
 viðkomandi ríki. Þeim tilmælum var hins
 vegar breytt í gær þegar        
 sóttvarnastofnunin sagði fullbólusettu 
 fólki óhætt að taka niður grímuna í  
 sínu daglega lífi, jafnvel í fjölmenni 
 utan dyra og í vel flestum aðstæðum  
 innan dyra líka.            
Velja síðu: