INNLENDAR FRÉTTIR 102 27/11 55 látnir eftir eldsvoða í Hong Kon Slökkviliðið í Hong Kong tilkynnti í
dag að 55 hefðu farist í eldsvoða í
húsaþyrpingu í borginni. 51 fórst í
eldsvoðanum og fjórir af völdum hans á
sjúkrahúsi.Eldur logaði í átta
byggingum. Búið er að slökkva eldinn í
fjórum þeirra og slökkviliðsmenn hafa
náð tökum á eldi í þremur húsum.Þrír
voru handteknir vegna
eldsvoðans, grunaðir um manndráp. Um
tvö þúsund íbúðir eru í húsunum átta og
þar bjuggu 4.600 manns, margir
þeirra aldraðir.