INNLENDAR FRÉTTIR 102
Leyfa rússnesku vopnaflutningaskipi
Sænsk yfirvöld ákváðu að hefja
ekki rannsókn á því hvort
ferðir rússneska skipsins Adler brytu
í bága við viðskiptaþvinganir. Skipinu
verður því leyft að sigla úr sænskri
landhelgi. Skipið var á norðurleið um
Eyrarsund þegar vél þess bilaði og það
rak inn í sænska landhelgi. Skipið er í
eigu rússneska fyrirtækisins M
Leasing LLC og er á lista Bandaríkjanna
yfir viðskiptaþvinganir. Skip
félagsins eru meðal annars notuð til
að flytja skotfæri og vopn
rússneskra hermanna á víglínunni
í austurhéruðum Úkraínu.Sænsk yfirvöld
fóru um borð í skipið í nótt, þar sem
það lá við akkeri nærri Hauganesi í
Suður-Svíþjóð, til að skoða farm þess.