INNLENDAR FRÉTTIR 102
Yfir 1.300 látnir eftir flóðin í As
Yfir 1.300 manns hafa nú fundist látnir
eftir flóð og aurskriður í fjórum
Asíulöndum. Verst er ástandið í
Indónesíu þar sem ríflega 700 eru
látnir og 2.600 slasaðir.Miklar
monsúnrigningar og hitabeltisstofnar
hafa gengið yfir fjögur lönd í Asíu-
Taíland, Filippseyjar, Sri Lanka
og Indónesíu. Á sumum stöðum hefur ekki
rignt jafn mikið í nóvember frá árinu
2012. Tíðindin af afleiðingum þessa
verða sífellt verri, sérstaklega
í Indónesíu.Staðan þar er þannig að 1,2
milljónir manna hafa þurft að flýja
heimili sín. 706 eru látnir og 2.600
slasaðir. Flóðin hafa áhrif á ríflega
þrjár milljónir manna. Staðir sem ekki
hafa orðið fyrir skemmdum eru
einangraðir og því ekki hægt að koma
nauðsynjum eins og mat og eldsneyti.