Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  23/11
 Munir tengdir Dylan á uppboði     
 Munir tengdir tónlistarmanninum og   
 ljóðskáldinu Bob Dylan seldust fyrir  
 hálfa milljón Bandaríkjadala á uppboði 
 fyrir skemmstu. Hlutirnir voru úr   
 dánarbúi tónlistarmannsins og vinar  
 Dylans Tony Glover sem lést á síðasta 
 ári.Meðal þess sem selt var á uppboðinu
 voru persónuleg bréf frá Dylan,    
 handskrifaður texti lagsins "Blowin in
 the WInd og uppskrifað viðtal sem   
 Glover tók sem Dylan páraði ahugasemdir
 á. Þar kemur meðal annars fram að Dylan
 hafi samið lagið "Lay Lady Lay fyrir 
 söngkonguna Barbra Streisand en hingað 
 til hefur verið álitið að það hafi   
 verið samið sérstaklega fyrir     
 kvikmyndina Midnight Cowboy frá 1969. 
 Þegar Streisand frétti af því kom hún 
 af fjöllum og sagðist aldrei hafa vitað
 það.                  
Velja síðu: