Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  25/9 
 Noregskonungur á sjúkrahúsi      
 Haraldur Noregskonungur var lagður inn 
 á sjúkrahús í Ósló snemma í morgun, að 
 því er kemur fram í tilkynningu frá  
 hirðinni. Ekki er þar nefnt hvað amar 
 að honum. Konungur átti í dag að stýra 
 ríkisráðsfundi. Vegna hinna skyndilegu 
 veikinda kemur það í hlut Hákonar   
 ríkisarfa. Einnig hugðust konungshjónin
 vera viðstödd hátíðahöld í tilefni þess
 að framkvæmdum er lokið á æskuheimili 
 Sonju drottningar í Lillehammer.    
                    
                    
                    
                    
                    
                    
                    
                    
                    
Velja síðu: