INNLENDAR FRÉTTIR 102
Ný rannsókn: Flestum sem efuðust um
Flest þeirra sem upphaflega veigruðu
sér við að þiggja bólusetningu gegn
COVID-19 gerðu það að lokum. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum
nýrrar rannsóknar sem gerð var á
Englandi og birtar voru í
vísindatímaritinu Lancet.Rannsóknin
byggði á spurningalista sem sendur var
yfir milljón íbúum landsins í
janúar 2021 og í mars árið eftir. Átta
af hundraði svarenda 2021
kváðust hikandi en árið eftir
var hlutfallið komið niður í
eitt prósent.Næstum tveir af
hverjum þremur þeirra sem upphaflega
voru efins þáðu minnst einn
skammt bóluefnis, samkvæmt
tölum heilbrigðisþjónustunnar NHS
sem getið er í rannsókninni.
Uggur þeirra sem líklegast var að