INNLENDAR FRÉTTIR 102
Heilt hverfi í Kaupmannahöfn í skim
Afbrigði COVID-19 sem kennt er við
Suður-Afríku hefur breiðst út í
hverfinu Nordvest í Kaupmannahöfn í
Danmörku og því hafa borgaryfirvöld
hvatt alla íbúa hverfisins til að fara
sem fyrst í skimun við veirunni.
Afbrigðið er talið meira smitandi en
mörg önnur og hefur Danska
ríkisútvarpið, DR, eftir Sisse Marie
Welling, yfirmanni heilsu í borginni,
að koma verði í veg fyrir að afbrigðið
breiðist frekar út. Fólk verði að sýna
samfélagslega ábyrgð og láta skima
sig. Sjö hundruð heimili eru í hverfinu
og fá íbúar textaskilaboð með boði í
skimun. Borgaryfirvöld hafa ekki gefið
upp hve margir í hverfinu hafa smitast