INNLENDAR FRÉTTIR 102
Ísraelar og Palestínumenn heim í fa
Þeir 20 gíslar sem enn voru í
haldi Hamas og á lífi komu heim í dag
í faðm ástvina eftir rúmlega
tveggja ára prísund. Lík 28 gísla
voru einnig flutt til Ísraels í dag
og fá fjölskyldur þeirra þarmeð
huggun og hugarró.Á sama tíma var um
tvö þúsund Palestínumönnum, sem sátu
í ísraelskum fangelsum, sleppt.
Fóru þeir ýmist á Gaza eða
á Vesturbakkann til fundar
við fjölskyldu og vini sem biðu
í ofvæni eftir sínu fólki. Sumir máttu
dúsa í fangelsi fyrir litlar eða engar
sakir, en sumir sátu inni fyrir aðild
að skipulagningu og framkvæmd
hryðjuverka.Eftir mannskæðustu
hryðjuverkaárás á Ísrael frá stofnun
ríkisins og síðan tveggja ára hörmungar
á Gaza sem velflest mannúðarsamtök