INNLENDAR FRÉTTIR 102 16/12 Snjór á Tenerife Sum kjósa að halda jól í sól frekar en
snjó og eru Kanaríeyjar
vinsæll áfangastaður til þess en nú
er Tenerife ekki alveg laus
við snjó.Það heyrir til tíðinda og
ekki hefur snjóað svona mikið frá
árinu 2016. Við getum þó
huggað ferðalanga sem eru á leiðinni
til eyjunnar sólríku að það er
aðeins snjór í hlíðum eldfjallsins
Teide. Það er storminum Emilíu að
kenna, eða þakka, að Teide er komið
í þennan jólalega búning.