Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   4/12 
 Kanna hvort Novo Nordisk sé skaðabó    
 Heilbrigðisráðherra Danmerkur ætlar að 
 rannsaka hvort danski lyfjarisinn Novo 
 Nordisk sé skaðabótaskyldur gagnvart   
 fólki sem hefur veikst vegna           
 mögulegra fylgikvilla                  
 þyngdarstjórnunarlyfja. Danska         
 ríkisútvarpið greinir frá. Tugir slíkra
 mála bíða afgreiðslu í Danmörku.Novo   
 Nordisk hefur stórgrætt á sölu Ozempic 
 og Wegovy, sem eru afar                
 vinsæl þyngdarstjórnunarlyf.Fjórir     
 Danir eiga rétt á skaðabótum eftir     
 að nefnd um bótarétt                   
 sjúklinga úrskurðaði að alvarlegan     
 sjónskaða sem þeir hlutu mætti líklega 
 rekja til notkunar þessara             
 lyfja. Skaðabæturnar eru jafnvirði nær 
 16 milljóna íslenskra króna og         
 lögum samkvæmt greiðir danska          
 ríkið þær.Tvær danskar rannsóknir      
Velja síðu: