Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   29/12
 Hetjan á Bondi: "Finn enn til vegna    
 Ahmed Al-Ahmed, ávaxtasali             
 sem afvopnaði annan af                 
 tveimur árásarmönnunum sem drápu 15    
 manns á Bondi-ströndinni í Sydney      
 í Ástralíu fyrir hálfum mánuði,        
 segir að hann hafi ekki viljað         
 heyra fleiri hvelli úr byssu           
 mannsins. Allt innra með honum hafi    
 hrópað á hann að stöðva manninn.Ahmed, 
 sem slasaðist sjálfur við að           
 afvopna manninn, sagðist í viðtali     
 við CBS-sjónvarpsstöðina hafa          
 skipað árásarmanninum að sleppa        
 byssunni þegar hann náði taki á honum. 
 Hann finni enn til með þeim sem        
 létust þó að hann geri sér grein fyrir 
 því að hann hafi bjargað mannslífum.   
                                        
                                        
                                        
Velja síðu: