Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  25/11
 Rotnandi minkahræ í of grunnum gröf  
 Vandræði danskra stjórnvalda vegna   
 drápsins á milljónum eldisminka fara  
 enn vaxandi. Aðfaranótt mánudags,   
 nokkrum dögum eftir að síðustu minkunum
 í þessari fjöldaslátrun var lógað, tók 
 hluti þeirra þúsunda rotnandi     
 minkahræja sem urðuð voru nærri    
 æfingasvæði hersins að ryðja sér leið 
 upp úr jörðinni, knúin áfram af gasinu 
 sem myndast hefur í iðrum þeirra. Þetta
 gerðist síðast nærri æfingasvæði    
 hersins við Holsterbro á        
 Vestur-Jótlandi, en samkvæmt      
 ríkislögreglunni var það ekki í fyrsta 
 skiptið. Hræin voru meðhöndluð með   
 sótthreinsivökva, þakin kalki og grafin
 einn metra niður í jörðina. Vandinn er 
 sá, að sendinn jarðvegurinn á     
 Vestur-Jótlandi er of léttur og laus í 
 sér til að halda hræjunum niðri. Hér  
Velja síðu: