INNLENDAR FRÉTTIR 102
Sendiráðsbygging skemmdist í árásum
Fjórir létust í árásum Rússlandshers á
Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í
gærkvöldi og í nótt. Um 20 íbúðarhús
skemmdust sem og bygging í eigu
sendiráðs Katars í Úkraínu. Hundruðum
dróna var beitt í árásinni og yfir
tugum eldflauga. Rússlandsher gerði
einnig árásir í vesturhluta
Úkraínu.Volodymyr Zelensky
Úkraínuforseti segir þörf á skýrum
viðbrögðum frá þjóðum heims við árásum
Rússa. "Fyrst og fremst frá
Bandaríkjunum, Rússar gefa skilaboðum
þeirra raunverulega gaum, segir
Zelensky á samfélagsmiðlum.Svar við
árás á aðsetur RússlandsforsetaÍ frétt
BBC segir að Rússar hafi beitt
nýrri tegund flugskeyta í
árásum næturinnar sem nefnist
Oreshnik. Þessari tegund hefur herinn