INNLENDAR FRÉTTIR 102
Bóndi í Austurríki tók eftir því
að Veronika, kýr sem hann heldur
sem gæludýr, fór að leika sér með
prik sem hún notaði síðan til þess
að klóra sér. Kýrin var fljót að þekkja
raddir fjölskyldumeðlima og flýtti sér
til þeirra er kallað var á
hana.Veronika er þrettán ára svissnesk
kýr sem býr í austurrískum bæ við
landamæri Ítalíu."Ég var að
sjálfsögðu undrandi á einstakri greind
hennar og hugsaði með mér hversu mikið
við gætum lært af dýrum: þolinmæði,
ró, nægjusemi og blíðu, segir
Witgar Wiegele í samtali við
breska miðilinn The Guardian. Wiegele
er lífrænn bóndi og bakari sem býr
í litlum bæ í Karintíu-héraði
í Austurríki.Undarlegt athæfi kýrinnar
vakti fljótt athygli og fyrr en varði