Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 Fimm létust í stórhríð á Elbrus    
 Fimm fjallgöngumenn létust í stórhríð í
 gær á fjallinu Elbrus í Rússlandi.   
 Óveðrið skall á þegar um tuttugu manna 
 hópur var á niðurleið, í fimm þúsund  
 metra hæð. Þeim sem lifðu af var    
 bjargað við erfiðar aðstæður. Ellefu  
 þeirra eru á sjúkrahúsi með kalsár, þar
 af tveir á gjörgæslu. Elbrus er hæsta 
 fjall Evrópu, 5.642 metra hátt. Þar er 
 vinsælt að ganga á sumrin og skíða yfir
 vetrartímann. Umferð rússneskra    
 ferðamenna hefur aukist nokkuð þar í  
 faraldrinum. Ferðamenn voru 30 prósent 
 fleiri á fyrri hluta þessa árs en á  
 sama tíma árið 2019.          
                    
                    
                    
                    
  HREYFILL TAXI, SÍMI: 5 88 55 22   
Velja síðu: