INNLENDAR FRÉTTIR 102
Mögulega hægt að opna aftur í Hlíða
Útlit er fyrir að hægt verði að komast
á skíði í Hlíðarfjalli aftur eftir
helgina um leið og vind tekur að lægja.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður
tók stöðuna í fjallinu í dag og telur
að aðstæður fyrir skíðaiðkun verði
góðar um leið og vind lægir og hægt er
að vinna í brekkunum.Veður hefur leikið
skíðasvæðið grátt síðustu tvo daga og
var lokað þar í gær og í dag. Fjallinu
var einnig lokað á Þorláksmessu vegna
veðurs. Brynjar segir þó ekki allan
snjó farinn."Við gætum alveg opnað
ef við næðum að vinna fjallið. Þá gætum
við opnað einhverjar brekkur. En það er
bara lægð enn þá yfir í 500 metra hæð
og er alveg fram á sunnudag, segir
hann.Þegar veðrinu sloti verði hægt að
ráðast í að þétta brekkur og ýta snjó
að þeim stöðum þar sem hann vantar.