INNLENDAR FRÉTTIR 102
Yfir 30 milljónum evra rænt í banka
Bankastarfsmaður heldur á evrum. Mynd
úr safni.EPA / MATTHIAS BALKRæningjar
stálu um 30 milljónum evra í reiðufé og
verðmætum úr banka í Gelsenkirchen í
vesturhluta Þýskalands um hátíðarnar.
Þýska blaðið Bild greinir frá þessu
í dag.Þjófarnir boruðu gat á vegg
á skrifstofu bankans og enduðu í miðri
hvelfingu með öryggishólfum. Þar stálu
þeir því sem þeir gátu tekið úr yfir
3.000 öryggishólfum sem innihéldu flest
peninga, gull og skartgripi. Bankanum
var lokað í gær þegar þetta
uppgötvaðist. Þetta rán er talið eitt
það stærsta í Þýskalandi á síðari
tímum. Viðskiptavinir söfnuðust saman
við bankann í dag og reyndu
einhverjir þeirra að brjótast inn. Að
sögn lögreglu ganga þjófarnir enn