Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   31/8 
 Thunberg siglir til Gaza á ný          
 Greta Thunberg ætlar að gera           
 aðra tilraun til þess að sigla         
 til Gazastrandarinnar með              
 hjálpargögn. Hún leggur af stað ásamt  
 hundruðum aðgerðasinna frá 44 löndum   
 með smáskipaflota frá Spáni í dag,     
 á sunnudag. Flotinn nefnist Alþjóðlegi 
 Sumud-flotinn, en sumud þýðir          
 þrautseigja á arabísku.Thunberg gerði  
 áður tilraun til að rjúfa              
 hafnarbann Ísraela um Gazaströndina    
 með smábátaflota í júní.               
 Ísraelskir hermenn stöðvuðu bát hennar 
 á alþjóðlegu hafsvæði, tóku Thunberg og
 aðra skipverja til fanga og vísuðu þeim
 síðan frá Ísrael."Það er ekki          
 gyðingahatur að segja að við ættum ekki
 að vera að sprengja fólk, að maður ætti
 ekki að þurfa að búa við hernám, að    
 allir ættu að hafa rétt til þess að    
Velja síðu: