INNLENDAR FRÉTTIR 102
Átta fylki hafa lögleitt þungunarro
Fylkisþingið í Guerrero sunnanvert í
Mexíkó staðfesti í dag lög sem gerir
þungunarrof allt að sjöttu viku
meðgöngu löglegt og refsilaust. Þar með
hafa átta af 32 fylkjum Mexíkó farið þá
leið.Þingmenn úr Morena, vinstri flokki
Andres Manuel Lopez Obrador forseta,
lögðu frumvarpið fram. Í umfjöllun AFP
fréttaveitunnar segir að Guerrero sé
eitt fátækasta fylki Mexíkó, ofbeldi og
glæpir tengdir fíkniefnaviðskiptum séu
afar algeng þar um slóðir. Nauðganir
eru tíðar og haft er eftir þingmanninum
Beatriz Mojica að konur leiti oft
ólöglegra leiða til að fá fóstri eytt.
Hún segir algengt að konum sem verða
þungaðar eftir nauðgun sé haldið frá
því að undirgangast þungunarrof. Því
segir þingmaðurinn brýnt að tryggja
fátækum konum öruggan aðgang.