INNLENDAR FRÉTTIR 102
Orðið erfiðara að semja um fjárstuð
utanríkismálastjóri Evrópusambandsins,
segir sambandið standa frammi fyrir
mjög mikilvægum ákvörðunum í vikunni um
hvernig skuli haga fjárhagslegum
stuðningi við Úkraínu.Ráðamenn
aðildarríkja hafa undanfarið rætt hvort
hægt sé að veita Úkraínu lán með veði
í frystum eignum Rússa. Kallas sagði í
dag að ekki hefði náðst samkomulag um
fjármögnunina og að verkefnið yrði
sífellt erfiðara. Hún sagði að þó væru
nokkrir dagar til stefnu og að
fundahöldum lyki ekki fyrr en
niðurstaða lægi fyrir.Kaja Kallas við
upphaf fundar í dag.AP / Virginia Mayo
HREYFILL TAXI, SÍMI: 5 88 55 22