Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  25/9 
 Hnífaárás í París - fjórir særðir   
 Fjórir særðust, þar af tveir alvarlega,
 í hnífaárás í París í dag. Árásin var 
 gerð skammt þar frá sem        
 ritstjórnarskrifstofur tímaritsins   
 Charlie Hebdo voru áður til húsa. Talið
 er að tveir menn hafi verið að verki. 
 Leit hófst að þeim þegar í stað. Einn 
 hefur verið handtekinn vegna      
 árásarinnar, það því er lögreglan   
 greindi frá nokkru síðar. Réttarhöld  
 standa yfir í París vegna árásar á   
 skrifstofur tímaritsins árið 2015 til 
 að hefna fyrir birtingu á skopmyndum af
 Múhameð spámanni. Í henni létust tólf 
 starfsmenn blaðsins. Eftir árásina voru
 skrifstofur Charlie Hebdo fluttar. Því 
 er haldið leyndu hvar þær eru til   
 húsa.                 
                    
  HREYFILL TAXI, SÍMI: 5 88 55 22   
Velja síðu: