Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   11/9 
 Þúsunda enn saknað ári eftir hamfar    
 Að minnsta kosti fjögur                
 þúsund dauðsföll eru staðfest og um    
 tíu þúsunda til viðbótar er enn        
 saknað, og ólíklegt að þau finnist     
 nokkurn tímann.Tíunda september í      
 fyrra gekk mikið óveður yfir           
 borgina Derna, sem stendur             
 við Miðjarðarhafið. Tvær stíflur       
 brustu og á augabragði varð            
 borgin umflotin vatni.Borgin ber þess  
 enn merki að hamfaraflóð hafi          
 orðið. Uppbygging er hafin en gengur   
 hægt. Talið er að um fimm þúsund       
 heimili hafi eyðilagst og              
 mikilvægir innviðir skemmdust mikið.Enn
 eru um 3500 fjölskyldur á vergangi     
 eða yfir 20.000 manns. Mörg            
 þeirra segja litla hjálp að fá         
 þótt stjórnvöld segist gera hvað       
 þau geti.                              
Velja síðu: