INNLENDAR FRÉTTIR 102
Fyrsta barnið sem fæðist í þorpinu
Lítið fjallaþorp á Ítalíu vakti mikla
athygli á dögunum af þeirri ástæðu að
þar fæddist barn. Þetta er fyrsta
barnið sem fæðist í þorpinu í þrjátíu
ár.Orðin fræg þó hún sé bara 9
mánaðaAlla jafna vekja fæðingar barna
ekki mikla athygli enda reglulegur
atburður á flestum stöðum í heiminum.
Í fjallaþorpinu Pagliara dei Marsi
um miðbik Ítalíu er raunin þó
önnur. Þar fæddist barn, stúlka að
nafni Lara Bussi Trabucco, í mars.
Það var í fyrsta skipti í þrjátíu
ár sem barn fæddist í þorpinu.
Með fæðingu Löru litlu fór
fólksfjöldi í þorpinu upp í
tuttugu.Fjallað er um fæðinguna í
breska miðlinum The Guardian. Þar segir
að fleiri kettir búi í þorpinu en fólk,