INNLENDAR FRÉTTIR 102
Rússar herða tökin í Pokrovsk
Miklir bardagar eiga sér nú stað
á götum Pokrovsk í Donetsk-héraði
í Úkraínu. Misvísandi fregnir
berast frá Rússum og Úkraínumönnum um
gang stríðsins þar, en fregnirnar
bera það þó með sér að Úkraínumenn
eigi í vök að verjast.Volodymyr
Zelensky forseti Úkraínu sagði fyrr
í vikunni að um 300 rússneskir hermenn
væru að berjast í borginni. Rússar
sögðu í gær þeir væru að þrengja
hringinn í kringum óvininn, þ.e.
úkraínska hermenn, og hefðu náð nokkrum
tugum bygginga í borginni. Úkraínumenn
neituðu því að Rússar hefðu umkringt þá
en verið væri að grípa til
ráðstafana til að hindra framrás Rússa.
Einn hermaður sagði á X að
rússneskir hermenn væru í nánast öllum
hverfum borgarinnar. Áfram yrði þó