INNLENDAR FRÉTTIR 102
Björguðu dádýri sem festist í banka
Lögreglan í Suffolk-sýslu í New York í
Bandaríkjunum fór í heldur óvenjulegt
útkall á dögunum. Þegar á vettvang var
komið bjuggust lögreglumennirnir
sennilega frekar við bankaræningjum en
í staðinn mætti þeim dádýrstarfur sem
hafði brotist inn um glugga á bankanum
og sat fastur.Tarfurinn var
greinilega skelkaður, rakst í veggi og
húsgögn og olli nokkru tjóni. Það
tók lögregluna dágóðan tíma að
klófesta dýrið en á endanum
skrifstofubás. Lögreglumennirnir teymdu
tarfinn út um glugga á bankanum og af
þessum myndum að dæma virðist hann
hafa verið frelsinu feginn.
HREYFILL TAXI, SÍMI: 5 88 55 22