Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   23/11
 Kínverjar fordæma Takaichi í bréfi     
 Fu Cong, fastafulltrúi Kína            
 hjá Sameinuðu þjóðunum, úthúðaði       
 Sanae Takaichi, forsætisráðherra       
 Japans, í bréfi sem sent var til       
 António Guterres aðalframkvæmdastjóra  
 SÞ á föstudaginn. Ríkin tvö hafa farið 
 í hár saman að undanförnu vegna ummæla 
 Takaichi þann 7. nóvember um að Japan  
 kynni að skerast í leikinn með         
 vopnavaldi ef Kína ræðst á eyjuna      
 Taívan. Taívan ræður sér sjálft en Kína
 lítur á eyjuna sem óaðskiljanlegan     
 hluta sinn og hefur ekki útilokað      
 beitingu hervalds til að ná henni undir
 sína stjórn.Ummæli Takaichi            
 gengu töluvert lengra en nokkuð        
 sem forverar hennar hafa sagt          
 um mögulega innrás Kína á Taívan.      
 "Ef Japan dirfist að reyna             
 vopnað inngrip í aðstæðurnar á         
Velja síðu: