Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  22/5 
 Hrafnarnir Hrafnkell og Hrafntinna   
 Á leikskólanum Brekkuborg í Grafarvogi 
 hefur hrafnapar gert sig heimakomið.  
 Hrafnkell og Hrafntinna, eins og þau  
 eru kölluð, hafa útbúið laup uppi í  
 miðju tréi. Mikið fjör er í laupnum  
 þessa dagana því hrafnarnir eru    
 komnir með nokkra unga.Krakkar     
 og starfsfólk fagna komu        
 hrafnanna. Aðstoðarleikskólastjóri   
 segir börnunum og hröfnunum      
 semja einstaklega vel  enda séu    
 þeir orðnir vanir krökkunum      
 í garðinum.Leikskólastarfið hefur   
 að miklu leyti mótast út frá      
 veru þeirra í garðinum og       
 krummaþema verið haldið úti frá því í 
 vetur. Krakkarnir hafa meðal annars  
 útbúið sinn eiginn laup og hrafna og  
 svo fá krakkarnir reglulega fræðslu  
 um líf og hátterni krummans.      
Velja síðu: