INNLENDAR FRÉTTIR 102
Nýjar og verðmætari afurðir þróaðar
Verðmæti grásleppunnar hafa til þessa
fyrst og fremst falist í hrognunum og
fiskurinn sjálfur sáralítið verið
nýttur hér á landi. Auk markaðar fyrir
hrognin, opnaðist fyrir nokkrum
árum markaður fyrir heilfrysta
grásleppu í Kína. Sá markaður hrundi í
covid en er að opnast aftur.Hjá BoiPol
er brátt að ljúka verkefni sem
hefur snúist um að sýna fram á nýtingu
grásleppunnar. Unnin hafa verið
heitreykt grásleppuflök og
heitreykt grásleppa með beini. Þá
hefur lifrin verið soðin niður,
framleitt kollagen duft úr hveljunni,
eða húð fisksins, og gæludýrafóður
og hveljunni.Reykta grásleppan