INNLENDAR FRÉTTIR 102
Lítil skriðuhætta en fylgst með aðs
Skriðuvakt Veðurstofunnar hefur fylgst
náið með aðstæðum á Seyðisfirði síðustu
daga, en minni úrkoma mældist þar en
gert var ráð fyrir. Lítils háttar
hreyfingar hafa mælst í Búðarhrygg,
við skriðusárið fyrir ofan bæinn,
en samkvæmt upplýsingum frá
skriðuvakt endurspeglar það ekki hættu
annars staðar í bænum. Ekki er þó
ráðlagt að dvelja fyrir neðan
skriðusárið eða fara þar um, til dæmis
um göngustíginn við Búðará, en aðstæður
eru taldar fara batnandi á næstu
dögum.Spáð er kólnandi veðri og má
búast við að grunnvatnsstaða fari
lækkandi, svo hægir á hreyfingum í
fjallinu, og er skriðuhætta ekki metin