INNLENDAR FRÉTTIR 102
Vilja sjá jóladagatal frá barnæsku
Fyrir suma er það órjúfanlegur hluti af
jólunum að horfa á jóladagatalið á RÚV.
Fréttastofa ræddi við krakka í 8.-10.
bekk Garðaskóla, sem voru
langflest sammála um að vilja fá Jól í
Snædal aftur á skjáinn."Okkur þykir
alltaf vænt um að fá beiðnir frá fólki
um efni og við reynum að koma til
móts við það eftir bestu getu. Í
þessu tilviki er það því miður
Georgsdóttir, dagskrárstjóri RÚV.Sams
konar umræða hefur sprottið upp
áður varðandi gömul jóladagatöl.
En hvers vegna sækist fólk eftir því að
sjá gamalt efni fyrir jólin? "Yfirleitt
tengist þetta jákvæðum minningum. Ef að
þér leið vel þegar þú varst að horfa á
skemmtilegt jóladagatal sem barn, þá
langar þig að sækjast aftur í þá