Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   19/12
 VÆB lesa jólakveðjur unga fólksins     
 Jólakveðjur Ríkisútvarpsins hafa       
 um áratugaskeið verið                  
 órjúfanlegur þáttur í jólahaldi        
 landsmanna. Þær eru lesnar á Rás 1 að  
 kvöldi 22. desember og til miðnættis   
 á Þorláksmessukvöld. Í fyrra voru      
 til að mynda lesnar 4000 jólakveðjur   
 í útvarpinu.Í ár verður í fyrsta       
 sinn boðið upp á jólakveðjur           
 unga fólksins. Bræðurnir Matthías      
 Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir   
 í VÆB ætla að lesa þær á Rás 2         
 eftir kvöldfréttir klukkan 18          
 á Þorláksmessu."Það mega bara          
 allir senda kveðju til hvers sem er    
 og við verðum bara hérna tilbúnir      
 til starfa að lesa þær,                
 segir Hálfdán.Bræðurnir Hálfdán        
 og Matthías í hljómsveitinni VÆB       
 ætla að lesa jólakveðjur unga fólksins 
Velja síðu: