INNLENDAR FRÉTTIR 102
Lítið Skaftárhlaup er hafið
Skaftárhlaup hófst um helgina. Hlaupið
er ekki stórt, að sögn Sigríðar Magneu
Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðings á
Veðurstofu Íslands. Rennslið í því er
um 250 rúmmetrar á sekúndu, sem er
örlítið meira en rennslið eins og
það verður mest að sumri."Þetta
ógnar engum innviðum eins og staðan
er núna, segir hún.Sigríður
segir hlaupið hafa hafist
aðfaranótt sunnudags. Þá hófst hægt
vaxandi hækkun í ánni. Hæð árinnar
jókst til miðnættis í gær en hefur
verið stöðug síðan þá, að sögn
Sigríðar. Hvað er Skaftárhlaup?
Jarðhiti undir jökli bræðir hann að
neðan. Vatn safnast saman í
svokölluðum katli og brýtur sér svo
loks leið út og undan jöklinum.Í
Vatnajökli vestanverðum eru