Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   29/12
 Ferðamenn sóttir eftir að hafa blik    
 Viðbragðsaðilar voru fljótir           
 að staðsetja ferðamenn sem lentu       
 í vandræðum norðan við Heklu í dag     
 í kjölfar skjótra viðbragða            
 áhafnar TF-SIF,                        
 eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar.
 Áhöfnin kom auga á bíl ferðamannanna   
 þegar þeir blikkuðu framljósunum       
 til hennar.TF-SIF var á leið heim      
 úr hefðbundnu eftirlitsflugi           
 þegar útkallið barst í kringum         
 klukkan 17:00. Samkvæmt upplýsingum    
 frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg      
 voru ferðamennirnir á Landmannaleið    
 og höfðu samband við neyðarlínuna      
 og óskuðu eftir aðstoð.Ekki er ljóst   
 í hvers konar vandræðum fólkið lenti en
 Ásgeir                                 
 Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelg
 sagðist telja að það hefði setið fast. 
Velja síðu: