INNLENDAR FRÉTTIR 102
Íþyngjandi að sitja undir þungum sö
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri
Kjarnans, segir faglega og persónulega
íþyngjandi að sitja undir þungum sökum
til langs tíma. Hann fór í skýrslutöku
hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í
gær. Þórður og þrír aðrir blaðamenn,
Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni,
Þóra Arnarsdóttir á RÚV og Arnar Þór
Ingólfsson á Kjarnanum, eru með
réttarstöðu sakbornings vegna meintra
brota á friðhelgi einkalífs í tengslum
við umfjallanir um svokallaða
skæruliðadeild Samherja. Þórður Snær
var í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás
tvö í morgun þar sem hann lýsti
skýrslutökunni sem hann fór í í gær.