Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 Verkefnum netafbrotadeildar fjölgað  
 Verkefnum netafbrotadeildar      
 lögreglunnar hefur fjölgað mikið að  
 undanförnu og efla þyrfti deildina.  
 Þetta segir lögreglufulltrúi í     
 netafbrotadeild lögreglu. Hann segir að
 mikil að vitundarvakning hafi orðið í 
 tölvuöryggismálum hér á landi. Rannsókn
 á gagnagíslatökunni hjá Geislatækni í 
 Garðabæ, sem varð fyrir árás rússneskra
 tölvuþrjóta í síðustu viku, er í fullum
 gangi og fyrirspurnir hafa verið sendar
 til annarra landa um hvort sambærileg 
 brot hafi verið framin þar. Daði    
 Gunnarsson lögreglufulltrúi í     
 netafbrotadeild lögreglunnar á     
 höfuðborgarsvæðinu segir að það eina  
 sem hafi fengist staðfest sé tegund  
 árásarinnar.              
                    
                    
Velja síðu: