INNLENDAR FRÉTTIR 102
Valkvíði vegna jóladagatala bætist
Eins og svo margir jólasiðir
á jóladagatalið uppruna sinn
í Þýskalandi en barst líklega
til Íslands frá Danmörku.Sú var
tíðin að súkkulaðidagatal frá Lions
með lítilli tannkremstúpu á toppnum
var til á nánast hverju heimili.
Úrval jóladagatala hefur líklega
aldrei verið meira en í dag og
valkvíðinn bætist við hefðbundna
jólastressið. Á meðan sumir útbúa
eigin jóladagatal eru aðrir sem kjósa
að sniðganga hefðina."Jóladagatal?
Ég veit það nú ekki, segir
Hlöðver Sigurðsson.Elvar Örn
Jóhannsson spyr hvort það dugi að líta
á hefðbundið dagatal til að telja niður
dagana til jóla. "Maður hlýtur að vita
hvaða dagur er í dag? Súkkulaði,
snyrtivörur, leikföng, kaffi,