INNLENDAR FRÉTTIR 102
Slydda eða snjókoma fram eftir degi
Úrkomusvæði frá lægð sem er norður af
Langanesi liggur yfir Norður-
og Norðausturlandi. Þar má búast
við slyddu eða snjókomu fram
eftir degi, ásamt vestlægum kalda
eða strekkingi. Hiti verður
nálægt frostmarki.Sunnan heiða
verður yfirleitt hægari vindur og hiti
2-7 stig. Þar er líklegra að
skúrir láti á sér kræla. Þó má búast
við ágætlega björtum köflum
milli skúranna.Lítill snjór hefur verið
í Hlíðarfjalli þennan mánuðinn,
það gæti breyst um helgina.RÚV /
Ólafur GrosLægð við Nýfundnaland
stýrir veðrinu hér við land á morgun.
Þá gengur í austan og norðaustan
10-18 metra. Víða rigning en slydda
eða snjókoma í innsveitum og á heiðum
á norðurhelmingi landsins. Hiti að átta