Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   22/11
 Jón Ásgeirsson tónskáld látinn         
 Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn. Hann
 var 97 ára að aldri og lést            
 á hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Jón er 
 einna þekktastur fyrir söngtónlist     
 sína, þar á meðal lög sem hafa fylgt   
 landsmönnum áratugum saman. Þar má til 
 að mynda nefna Maístjörnuna, Augun mín 
 og augun þín, Vor hinsti dagur og Hjá  
 lygnri móðu.Jón fæddist á Ísafirði     
 árið 1928 og á langan og farsælan      
 feril að baki. Auk tónsmíða stundaði   
 Jón kennslustörf og skrifaði           
 um tónlist. Hann stjórnaði             
 kórum, lúðrasveitum og                 
 Sinfóníuhljómsveit Íslands í eigin     
 verkum og samdi tónlist á fjölbreyttum 
 vettvangi, þar á meðal fyrir leikhús,  
 sjónvarp og kvikmyndir.Fyrsta          
 íslenska óperan í fullri               
 lengdEinsöngslög Jóns voru um 90 og    
Velja síðu: