INNLENDAR FRÉTTIR 102
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar
til annað verður tilkynnt. Eftir
siglingu til Landeyjahafnar í morgun
kom í ljós að dýpi í höfninni er of
lítið til þess að Herjólfur sigli
þangað, nema við kjöraðstæður. Þetta
kemur fram í tilkynningu á vef
Herjólfs.Farið verður frá
Vestmannaeyjum klukkan 7 á morgnana og
16 síðdegis og frá Þorlákshöfn klukkan
10:45 og 19:45, aðrar ferðir falla
niður.Í tilkynningunni er farþegum bent
á að vegna veðurs og ölduspár
séu aðstæður til siglinga til og
hagstæðar. Farþegar eru hvattir til
þess að ferðast fyrr en seinna hafi
þeir tök á.Herjólfur. Myndin er
úr safni.RÚV / Kristinn Þeyr Magnússon