Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   29/1 
 HS Orka undirbýr að virkja Eldvörp     
 HS Orka stefnir á að virkja Eldvörp á  
 Reykjanesi. Lagðar verða leiðslur frá  
 gömlum borholum í Eldvörpum            
 að virkjuninni í Svartsengi og         
 orkan beisluð þar.Virkjun HS Orku      
 í Svartsengi var nýverið stækkuð       
 og framleiðslugetan aukin um           
 þriðjung. Kristinn                     
 Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu
 hjá HS Orku, segir framkvæmdina        
 hafa gengið vel þrátt fyrir            
 áskoranir vegna eldsumbrota            
 og jarðhræringa.Næst á dagskrá er      
 að hefja nýtingu á jarðhita            
 úr Eldvörpum. Kristinn segir þetta hafa
 verið lengi til skoðunar. "Svæðið er   
 samþykkt í rammaáætlun sem 50 megavatta
 svæði. Matsáætlun er til kynningar     
 í Skipulagsgátt.Eldvörp                
 njóta sérstakrar verndar               
Velja síðu: