INNLENDAR FRÉTTIR 102
Rok og rigning fylgja lægðaskilum
Suðaustur af Hvarfi er nokkuð djúp lægð
á leið austur og frá henni liggja skil
til Íslands. Því verður austan
hvassviðri eða stormur í dag og rigning
sunnan- og vestanlands. Búast má við
hægari vindi og úrkomulitlu veðri
norðan- og austanlands.Loftið sem
fylgir lægðinni er fremur milt
og seinnipartinn verður hiti á bilinu 2
til 7 stig, en áfram frost 1 til 5 stig
inn til landsins norðan heiða.Gular
veðurviðvaranir hafa verið gefnar út
vegna hvassviðris á Suður-
og Suðausturlandi þar sem vindur verður
á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu og
veðrið varasamt fyrir vegfarendur á
ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.Á
Suðurlandi tekur viðvörunin gildi