INNLENDAR FRÉTTIR 102
Þorskstofninn ekki minni síðan 2020
Stofnvísitala þorsks lækkar í ár eftir
litlar breytingar síðustu þriggja ára á
undan. Í tilkynningu á vef
Hafrannsóknastofnunar segir að
vísitalan sé þó yfir meðaltali áranna
1996 til 2025.Stofnmælingar botnfiska
að haustlægi, svokallað haustrall, fór
fram í 30. sinn dagana 27. september
til 17. október. Tveir togarar, Breki
VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401,
rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni
HF-200.Lítið mældist af 8 til 15
sentímetra þorski í ár. Klara
Jakobsdóttir, líffræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun, segir það
ekki þurfa að hafa mikla þýðingu
fyrir framhaldið. Það hafi ekki
verið sterkt samband á milli nýliðunar
í stofninum og þess sem síðar komi inn.