Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 Stjórnendum fullkunnugt um mútur    
 Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi    
 stjórnarmaður í Samherja og      
 umsjónarmaður Afríkuútgerðar      
 fyrirtækisins, skrifaði í skilaboðum  
 til Jóhannesar Stefánssonar      
 uppljóstrara að á einhverju stigi kunni
 "að skipta máli að múta einhverjum   
 leiðtoga þessara manna. Þetta kemur  
 fram í umfjöllun Stundarinnar í dag,  
 þar sem ný gögn eru birt í       
 Samherjamálinu í Namibíu. Skilaboðin  
 eru frá árinu 2011, skömmu áður en   
 Samherji haslaði sér völl í Namibíu  
 undir merkjum Kötlu Seafood. Jóhannes 
 greindi frá því þegar Namibíumálið var 
 afhjúpað að Aðalsteinn hefði sagt við 
 sig að hann ætti að borga       
 sjávarhútvegsráðherra ef hann fái   
 tækifæri til þess.           
                    
Velja síðu: