Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  4/10 
 Mikilvægt að styrkja rekstrargrunn   
 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður   
 Sambands íslenskra sveitarfélaga segir 
 mikilvægt að tryggja að slökkvilið á  
 landinu geti uppfyllt lögbundnar    
 skyldur. Leita verði leiða til að auka 
 samstarf á milli slökkviliða og styrkja
 rekstrargrunn.Um helmingur slökkviliða 
 á landinu uppfyllir ekki kröfur um   
 tækjakost og þjálfun starfsmanna    
 samkvæmt úttekt Húsnæðis- og      
 mannvirkjastofnunar. Mörg dæmi er um að
 húsnæði slökkviliða sé orðið gamalt og 
 henti ekki undir slíka starfsemi.   
 Slökkviliðin eru rekin af       
 sveitarfélögum og staðan verst í þeim 
 fámennari. Lagt er til í úttektinni að 
 sveitarfélög hugi að frekara samstarfi 
 og sameiningu slökkviliða til að    
 tryggja þau geti uppfyllt lögbundnar  
 skyldur.                
Velja síðu: