INNLENDAR FRÉTTIR 102
Vesturbæjarlaug lokað á ný - nú að
Laugarkerinu í Vesturbæjarlaug hefur
verið lokað en heitir pottar, eimbað og
búningsklefar verða áfram opnir.Þetta
er í fjórða sinn í sumar og haust sem
Vesturbæjarlaug er lokað að hluta eða í
heild. Henni var fyrst lokað í tvo
mánuði vegna umfangsmikilla
viðgerða, síðan vegna galla á
málningarvinnu og þriðja sinni vegna
þess að þrep ofan í laugina voru of
hál.Að þessu sinni er það málningin sem
veldur vandræðum, í annað sinn.
Málningin flagnar af botni laugarinnar,
líkt og gerðist fyrr í sumar. Þá
var laugarkarinu lokað og ráðist
í úrbætur en þær skiluðu ekki
meiri árangri en svo að málningin
flagnar enn.Reykjavíkurborg