Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   9/1  
 Tugir bíla úti í vegarkanti í Öræfu    
 Björgunarsveitir                       
 frá Kirkjubæjarklaustri, Öræfum        
 og Hornafirði aðstoðuðu um tvö         
 hundruð manns vegna hríðarveðurs í     
 Öræfum í gærkvöld. Fólk á ferð þurfti  
 að skilja bíla sína eftir úti          
 í vegarkanti og tugir bíla sátu        
 þar fastir.Að sögn Jóns                
 Þórs Víglundssonar,                    
 upplýsingafulltrúa Landsbjargar, stóðu 
 aðgerðir yfir í þrettán klukkutíma.    
 Flytja þurfti fólk úr bílum sínum      
 í fjöldahjálparstöð í Hofgarði.Skyggni 
 var mjög lítið á þessum vegarkafla og  
 vindhviður fóru allt upp í 40 metra á  
 sekúndu. Fjöldaskilaboð voru send til  
 allra á svæðinu um að halda kyrru fyrir
 í bílum, þar til aðstoð bærist.Ástandið
 var verst á um tíu kílómetra kafla     
 austan við Freysnes í Öræfum, en       
Velja síðu: