INNLENDAR FRÉTTIR 102 27/11 Skjálftar í Vatnajökli Nokkrir skjálftar mældust í Esjufjöllum
í Vatnajökli í gærkvöld, sá stærsti var
um 2 að stærð. Skjálftar eru ekki
einsdæmi á þessum slóðum. Síðast skalf
jörð í Esjufjöllum í maí, jafn
stórir skjálftar urðu þarna síðast
í september 2021.Nokkuð var um skjálfta
í Bláfjallakerfinu í gærkvöld, í
Jósefsdal milli Vífilfells og
Bláfjalla. Sá stærsti var 2,7. Slíkir
skjálftar eru nokkuð
algengir.Jarðskjálftamælir
á Vatnajökli.Aðsent /
Vilhjálmur Kjartansson