INNLENDAR FRÉTTIR 102
Fórna jólaboðum til að koma á rafma
Starfsmenn Orkubús Vestfjarða
vinna hörðum höndum að því koma
rafmagni á norðanverðan Dýrafjörð eftir
að rafstrengur fór í sundur í
nótt. Verkstjóri segir menn hafa
stokkið til og telur það ekki eftir sér
að fresta jólaboði til morguns.Hátt
í tíu sveitabæir í Dýrafirði hafa verið
án rafmagns síðan á öðrum tímanum á
jólanótt. Starfsmenn frá Orkubúi
Vestfjarða voru ræstir í bilanaleit um
leið.Hjörtur Traustason, verkstjóri
hjá orkubúinu, segir að þeir hafi
verið komnir af stað upp úr tvö
þegar búið var að hringja
út mannskap."Það eru náttúrulega menn í
fríi, jólafríi. En þeir eru bara svo
duglegir þessir strákar. Þeir henda
öllu frá sér, þegar þetta
er sérstaklega svona. Það er leiðinlegt