Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   15/1 
 Spá aukinni verðbólgu næstu mánuði     
 Greiningardeild Landsbankans spáir því 
 að verðbólga verði í kringum fimm      
 prósent næstu mánuði. Hún var 4,5      
 prósent í síðasta mánuði en hafði fram 
 að því sveiflast í kringum fjögur      
 prósent mest allt síðasta ár.Spá       
 Landsbankans byggir á því að breytingar
 á gjaldtöku af bílum hafi mest áhrif á 
 vaxandi verðbólgu en janúarútsölur vegi
 að einhverju leyti á móti hækkunum.    
 Þó er tekið fram að óvissa ríki        
 um hvernig Hagstofan reiknar           
 breytt gjöld inn í verðbólgumælingu    
 sína. Greiningardeildin spáir því      
 að húsaleiga hækki meira en            
 síðustu mánuði en að flugfargjöld      
 til útlanda lækki í                    
 verði.Lækkandi flugfargjöld í janúar   
 gætu vegið upp á móti vaxandi          
 verðbólgu.RÚV                          
Velja síðu: