INNLENDAR FRÉTTIR 102
364 íslenskir sérfræðingar hafa nýt
364 íslenskir ríkisborgarar hafa fengið
samþykki sem erlendir sérfræðingar hér
á landi frá árinu 2017 og fengið
skattafrádrátt sem slíkir. Þetta kemur
fram í svari fjármálaráðherra við
fyrirspurn frá Sæunni Gísladóttur,
varaþingmanni Samfylkingar.Markmið
reglugerðar um frádrátt frá tekjum
erlendra sérfræðinga er að laða
erlenda sérfræðinga hingað til lands
og auðvelda fyrirtækjum að
fá sérfræðinga hingað svo ekki þurfi að
fara með starfsemina úr landi. Þeir
erlendu sérfræðingar sem uppfylla
skilyrði laganna greiða tekjuskatt af
75 prósent tekna sinna fyrstu þrjú árin
í starfi.Í svari Daða Más
Kristóferssonar fjármálaráðherra kemur
fram ekki sé gerð krafa um að
sérfræðingur sé erlendur og því hvati