Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   18/12
 Nóróveira bætist við inflúensufaral    
 Fjöldi nórósmita þrefaldaðist í byrjun 
 mánaðar á meðan inflúensufaraldur er   
 fyrr á ferðinni en                     
 venjulega. Sóttvarnalæknir og          
 yfirlæknir á Landspítalanum brýna fyrir
 fólki að huga að smitvörnum, ekki síst 
 nú þegar hátíðarnar eru                
 fram undan.Nóróveira er                
 bráðsmitandi meltingafærasýking og     
 smitast með snertingu milli fólks.111  
 greindust með inflúensu í liðinni viku 
 og 24 voru lagðir inn á sjúkrahús      
 með slæm einkenni, álíka margir        
 og vikuna áður. Inflúensa              
 leggst sérstaklega þungt á fólk        
 með undirliggjandi sjúkdóma og er      
 fólk í áhættuhópi hvatt til að fara    
 í bólusetningu.Guðrún                  
 Aspelund sóttvarnalæknir segir         
 nórósmitum hafa fjölgað mikið          
Velja síðu: