INNLENDAR FRÉTTIR 102
Ógn við öryggi sjúklinga að ófaglær
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir
fjölda ábendinga hafa borist frá
sjúkraliðum um ótrygga verkaskiptingu á
Landspítalanum þar sem ófaglegt
starfsfólk gangi í verkefni sem byggi á
menntun sjúkraliða. Spítalinn sé kominn
að þolmörkum og staðan sé ólíðandi."Það
er mannekla, það vantar sjúkraliða og
fagfólk inn á spítalann. Það sem
spítalinn hefur gert er að ráða til sín
starfsmenn sem eru ekki með faglega
menntun til að styðja við starfsemina
og þjónustuna, sem er gott og vel,
en það sem gerist þegar þolmörkin
og álagið eru eins og þau eru
þá þynnist út úr þessum verkaskiptingum
og þessi faglegu mörk, þau eru ekki
eins skýr, sagði Sandra B. Franks,
formaður Sjúkraliðafélags
Íslands."Þessir almennu starfsmenn fara