Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  19/5 
 Óska eftir samráði um umdeilt frumv  
 Mikilvægt er að stjórnvöld hafi samráð 
 við fagaðila um umdeilt frumvarp til  
 útlendingamála, segir Kristín S.    
 Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða 
 krossins á Íslandi. Fimmtán samtök og 
 stofnanir skora á ríkisstjórnina að  
 dýpka samráð og ná faglegri sátt um  
 útlendingalög. Umdeilt frumvarp að   
 útlendingalögum var tekið til fyrstu  
 umræðu á Alþingi í vikunni. Í     
 sameiginlegri yfirlýsingu segir að   
 samtök og stofnanir hafi lýst skorti á 
 samráði við gerð frumvarpsins og    
 verulegum vanköntum á efni þess.    
 Jafnframt að frumvarpinu sem nú liggur 
 fyrir Alþingi hafi aðeins verið breytt 
 örlítið frá því það var í umsagnarferli
 fyrr á árinu, þrátt fyrir að það sé  
 mjög umdeilt.             
                    
Velja síðu: