INNLENDAR FRÉTTIR 102
Ferðamenn við hraunjaðarinn
Þjónustuhús á bifreiðastæði
Bláa lónsins er farið undir hraun
og virðist vera töluverður hraði
á hrauninu að sögn Ragnars
Visage myndatökumanns RÚV.Hann segir
að aðeins um tuttugu mínútur hafi liðið
frá því að hraunið náði að bílastæðinu
þar til að það huldi um helming þess,
þá sé hraunið komið að stígnum sem
liggur að inngangi staðarins.Ragnar,
sem myndað hefur öll gosin á
Reykjanesskaganum segist aldrei hafa
séð hraunrennslið jafn hratt og nú.
Þá segir hann að svo virðist
sem erlendir ferðamenn eigi
greiðan aðgang að svæðinu og til að
mynda hafi hann horft upp á einn ganga
að hraunsporði og sparka í
hraunmola sem var að byrja
að storkna.Verktakar á vinnuvélum vinna