INNLENDAR FRÉTTIR 102
Íbúðarhús við Kaldasel stórskemmdis
Íbúðarhús við Kaldasel í Seljahverfi í
Reykjavík stórskemmdist í eldi í
morgun. Það skíðlogaði í húsinu þegar
slökkvilið kom að en fyrir átta var að
mestu búið að slökkva eldinn.Árni Óskar
Árnason, varðstjóri hjá Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali
við fréttastofu að miklar eldtungur
hefðu staðið út úr stafni hússins og
vesturhlið þegar slökkvilið bar að
garði í morgun. Sömuleiðis hafi miklum
reyk stafað frá húsinu.Talsverður tími
hafi farið í að koma að vatni og sækja
eldinn að sögn Árna. Nú sé verið að
rífa niður úr loftum enda var mikill
eldur í þaki hússins, bæði að utan- og
innanverðu. Auk þessi segir Árni nú
unnið að því að slökkva eld í glæðum.
Eldsupptök eru enn ókunn en ljóst sé að
gríðarlega mikið tjón hafi orðið.