INNLENDAR FRÉTTIR 102
Smærri verktakar draga saman seglin
Óvissa á fasteignamarkaði hefur aukist
gríðarlega undanfarið þegar bankar
þrengdu enn lánaskilmála sína eftir að
hæstiréttur felldi dóm í vaxtamálinu.
Þetta veldur samdrætti í greininni, og
er afleiðinganna þegar farið að gæta."Í
nýbyggingamarkaðnum þá er augljós
samdráttur í gangi og við erum að sjá
fyrirtæki sem eru að draga verulega
saman starfsemi sína, og sum jafnvel að
loka. Ég sé mikið af minni verktökum
sem hafa bara ekki fjármagn til þess
að halda áfram, og eru bara
hreinlega bara að loka sínum byggingum
og segja upp mannskap, segir
Jón Bjarni Jónsson, formaður
Byggiðnar, félags byggingarmanna.Hann
segir sorglegt að menn skuli velja
þennan kost, að hreinlega loka
byggingum, vegna óvissu um sölu og