INNLENDAR FRÉTTIR 102
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli ve
Flugvél Air France af Airbus-gerð hefur
verið stefnt til Keflavíkurflugvallar
vegna mögulegrar bilunar.Guðjón
Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA,
segir viðbúnaðarástand hefðbundið.
Hann segir um 180 manns um borð
í vélinni sem var á leið frá Charles de
Gaulle flugvelli í París til Las Vegas.
Búist er við því að hún lendi um
klukkan hálf 3.Hann segir þetta gerast
einu sinni til tvisvar í viku að
flugvél sem er á leið yfir Atlantshafið
biður um að koma til lendingar á
Keflavíkurflugvelli vegna
mögulegrar bilunar."Viðbragðsaðilar
eru tilbúnir ef eitthvað kemur upp
á. Þetta er ekkert óvanalegt, við
erum vön þessu, segir Guðjón.