Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  16/5 
 Vilja samþykkja umsóknir        
 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í
 morgun þingsályktunarlillögu      
 utanríkisráðherra þar sem       
 ríkisstjórninni er heimilað að     
 staðfesta fyrir Íslands hönd      
 fyrirhugaðan viðbótarsamning við    
 Atlantshafsbandalagið um aðild     
 Finnlands og Svíþjóðar þegar hann   
 liggur fyrir. Þingsályktunartillagan  
 verður lögð fyrir Alþingi sem mun   
 væntanlega greiða atkvæði um hana.   
 Hvert aðildarríki hefur neitunarvald  
 þegar kemur að útvíkkun bandalagsins. 
 Hingað til hafa einungis Tyrkir lýst  
 efasemdum um umsóknir Finna og Svía en 
 hafa þó ekki tekið ákvörðun.      
                    
                    
                    
                    
Velja síðu: