INNLENDAR FRÉTTIR 102
Tonnin í Ekvador sem verða að grömm
Fyrir sex árum var flutt frétt
í kvöldfréttum RÚV þar sem sagt var að
kókaín væri að flæða yfir landið.
Tölurnar sem nefndar voru í fréttinni
blikna hins vegar í samanburði við það
magn sem yfirvöld hafa lagt hald á
þetta ár sem nú er að líða.Yfir hundrað
kíló á SuðurnesjumSamkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni á
Suðurnesjum hefur hún lagt hald á nærri
áttatíu kíló af kókaíni og tæplega 18
lítra af fljótandi kókaíni - en úr
því síðarnefnda væri líklega hægt
að framleiða 21,6 kíló.Það má því leiða
líkum að því að samanlagt hafi
Suðurnesjalögreglan lagt hald á hundrað
kíló af kókaíni.Samkvæmt upplýsingum
frá tollgæslunni hefur hún lagt hald á
níu kíló af kókaíni og níu lítra af
kókaínvökva í Norrænu á Seyðisfirði.