INNLENDAR FRÉTTIR 102
Framlag til að tryggja farsímasamba
Árneshreppur á Ströndum hefur fengið
500 þúsund króna styrk af ráðstöfunarfé
Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra, til að
tryggja áframhaldandi farsímasamband á
stórum hluta vega í hreppnum. Á vef
Stjórnarráðsins kemur fram að
styrkurinn verði nýttur til bráðabirgða
til þess að standa undir kostnaði við
farsímasendi sem ella yrði lokað. Til
stendur að reisa nýjan sendi við
flugvöllinn á Gjögri síðar á árinu sem
er hluti umfangsmikilla endurbóta á
fjarskiptastöðum um land allt. Það átak
hófst eftir mikið óveður á landinu í