INNLENDAR FRÉTTIR 102
Líkur á úrkomu í flestum landshlutu
Búist er við að hiti verði í kringum
frostmark í dag og líkur eru á úrkomu
um tíma í flestum landshlutum, ýmist
rigningu eða snjókomu. Útlit er fyrir
hæga breytilega átt á bilinu 3 til
10 metra á sekúndu.Á morgun er
búist við norðaustlægri átt en
vindhraði verður svipaður og í dag. Þá
er von á dálitlum éljum um
landið norðanvert en efnismeiri skúrum
suðaustantil.Suðvestanlands ætti hins
vegar að vera þurrt og jafnvel nokkuð
bjart einnig. Hitinn um frostmark en
kólnar inn til landsins, niður að um 5
stiga frosti.Áfram er von á hægum
vindum eftir helgi. Á miðvikudag gengur
í stífa austanátt með úrkomu víða
um land og þá hlýnar heldur.Búist
er við úrkomu í flestum landshlutum