INNLENDAR FRÉTTIR 102
Áform um tvö hótel, 100 lítil gisti
Áform um verslunar- og þjónustusvæði
við Holtsós undir Eyjafjöllum mæta
víðtækri andstöðu, meðal annars frá
Vegagerðinni. Meðal annars er gert ráð
fyrir tveimur hótelum, baðlóni og
hundrað gistiskálum til útleigu
fyrir ferðamenn.Sveitarstjórn
Rangárþings eystra hefur auglýst
breytingu á aðalskipulagi þannig að
gert verði ráð fyrir uppbyggingu
verslunar- og þjónustusvæðis sunnan
við þjóðveginn austan Holtsóss
undir Eyjafjöllum, að Steinum
og Hvassafelli. Svæðið er í
núverandi aðalskipulagi skilgreint
sem landbúnaðarland.Gert er ráð
fyrir að það verði 200 manna hótel
við þjóðveginn, 100 gistiskálar
meðfram Holstósi og loks annað 120
manna hótel ásamt baðlóni. Vatnið