Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   23/1 
 Konur gleðja bændur með gjöfum         
 Það hefur verið annasamt í verslunum í 
 aðdraganda bóndadagsins og augljóst að 
 margar nýttu sér netverslanir til að   
 finna bóndadagsgjöfina.Í fyrstu        
 prentuðu heimildum um bóndadaginn, sem 
 eru í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar    
 frá 1864, segir að menn hafi átt       
 að fara fyrstir á fætur þann morgun sem
 þorri gekk í garð.Áttu þeir að fara    
 ofan og á skyrtunni einni, vera bæði   
 berlæraðir og berfættir, en fara í aðra
 skálmina og láta hina lafa og draga    
 hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga   
 svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, 
 hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn,    
 draga eftir sér brókina á hinum og     
 bjóða þorra velkominn í garð eða       
 til húsa.                              
                                        
                                        
Velja síðu: