INNLENDAR FRÉTTIR 102
Jesúbarnið, sagði nýbakaður faðir sem
vissi ekki að von væri á nýjum
erfingja. Móðirin vissi það ekki heldur
fyrr en hún var komin af stað í
fæðingu og því hljóta þau titilinn
óvænt ársins 2025.Fjölskyldan var
í vetrarfríi í Skagafirði og var
á heimleið á mánudegi. Þegar þau
komu heim fékk Guðfinna smá verki
og ákvað að leggja sig.Klukkan tvö
um nótt vaknar Andri svo við umgang. Þá
er Guðfinna frammi á gólfi og ákveða
þau að keyra upp á spítala. Þegar komið
var á spítalann tóku ljósmæðurnar
undrandi á móti þeim og vissu ekki hvað
væri að gerast, rétt eins og Guðfinna
og Andri. Á meðan þau biðu eftir
fæðingarlækni setti ljósmóðirin
hlustunarpípu á magann og heyrði tvo