Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  22/4 
 Heiðlóan er fugl ársins        
 Heiðlóan nýtur mestra vinsælda meðal  
 landsmanna samkvæmt kosningu sem    
 Fuglavernd efndi til. Himbriminn veitti
 heiðlóunni hörðustu samkeppnina en   
 vorboðinn ljúfi stóð að lokum uppi sem 
 sigurvegari. Þátttakendur gátu greitt 
 fimm fuglum atkvæði sitt og var lóan  
 hlutskörpust hvort sem litið er til  
 atkvæða í fyrsta sætið eða öll fimm  
 sætin. Fuglavernd efndi til      
 kosningarinnar til að vekja athygli á 
 fuglum og þeim ógnum sem að þeim    
 steðja, svo sem með röskun búsvæða og 
 loftslagsbreytingum. Tuttugu fuglar  
 voru tilnefndir og eru nokkrir þeirra í
 miklum, vanda, einkum lundi, kría og  
 sendlingur. Stefnt er að því að    
 kosningin um fugl ársins verði árlegur 
 viðburður hér eftir.          
                    
Velja síðu: