Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   9/12 
 Minningarsjóður Bryndísar Klöru fær    
 Fulltrúar Minningarsjóðs               
 Bryndísar Klöru Birgisdóttur tóku í gær
 á móti 20 milljóna króna gjöf          
 frá Thorvaldsenfélaginu. Athöfnin      
 fór fram á Hallveigarstöðum            
 í Reykjavík.Thorvaldsenfélagið         
 heldur um þessar mundir upp á 150      
 ára afmæli.Gjöfin verður notuð         
 til uppbyggingar á                     
 Bryndísarhlíð, geðheilbrigðisúrræði    
 fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis.  
 Áætlað er að starfsemi hefjist á       
 næsta ári.Minningarsjóður Bryndísar    
 Klöru var stofnaður haustið 2024 og    
 hefur það markmið að stuðla að öryggi  
 og velferð barna í samfélaginu með     
 því að styðja við verkefni sem         
 vinna gegn ofbeldi og efla samfélag    
 þar sem samkennd og samvinna er        
 í forgrunni.                           
Velja síðu: