INNLENDAR FRÉTTIR 102
Enginn ráðamaður sett sig í samband
Margrét Kristín Blöndal, söngkona og
aðgerðasinni, segir engan ráðherra eða
þingmann hafa látið sig varða þegar hún
var handtekin af Ísraelsher fyrr í
þessum mánuði."Ég er búin að bíða
eftir símtali frá einhverjum sem
myndi vilja kannski fræðast aðeins
meira um þetta mál sko, en ekkert,
það hefur ekki borið á því. Það
hefur ekki borið á því að neinn hafi
haft samband vegna þessa. Sem
segir svolítið margt um viðhorfið,
sagði Magga Stína í Vikulokunum á
Rás 1.Magga Stína var um borð í
skipinu Concience á leið til Gaza
með vistir þegar för þess var
stöðvuð af þungvopnuðum hermönnum. Hún
var í haldi Ísraela í tvo
sólarhringa áður en henni var sleppt.
Hún segir meðferðina sem hún og