Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  20/9 
 Niðursveifla í kauphöllinni í morgu  
 Gengi hlutabréfa í öllum félögum í   
 Kauphöllinni hafa lækkað í morgun, mest
 í Kviku hátt í fimm prósent. Gengi   
 stóru bankanna, bæði Íslandsbanka og  
 Arion banka tók einnig dýfu, sem var um
 3,5 prósent. Talið er að hræringar á  
 mörkuðum erlendis sé helsta ástæða   
 lækkunarinnar. Verð hlutabréfa féll í 
 Kauphöllinni í Hong Kong í morgun.   
 Ástæða þess er afar erfið skuldastaða 
 kínverska fasteignarisans       
 Evergrande. Verð hlutabréfa í     
 Evergrande féll um 17% í morgun en þau 
 hafa farið niður um 90% frá áramótum. 
                    
                    
                    
                    
                    
                    
Velja síðu: