INNLENDAR FRÉTTIR 102
Ólöglegt niðurrif stöðvað í Kópavog
Byggingarfulltrúi Kópavogs
stöðvaði ólöglegt niðurrif í miðbæ
Kópavogs í gær.Til stóð að rífa
Fannborg tvö, fjögur og sex þar sem
áður voru bæjarskrifstofur Kópavogs
en einnig félagsheimili og Kópavogsbíó.
Til hefur staðið í nokkur ár að rífa
húsið. Það var áður í eigu
Kópavogsbæjar en var selt árið
2017.Kolbeinn Reginsson, bæjarfulltrúi
Vina Kópavogs, segir að hann hafi séð
gröfur og trukka koma að húsinu á
fimmtudag. Hann vissi þá að ekki væri
komið niðurrifsleyfi. Kolbeinn útbjó
þá kæru sem hann afhenti meðal
byggingarfulltrúa Kópavogs. Daginn
eftir heyrði hann niðurrif hefjast."Þá
mæti ég bara þessari niðurrifsgröfu þar
sem hún er að naga utan af