INNLENDAR FRÉTTIR 102
Átta mánaða dómur fyrir kókaínsmygl
Ruv.is / Anton BrinkKona ein var
í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd
í átta mánaða fangelsi fyrir smygl
kókaíni.Konan, sem er erlendur
ríkisborgari, var handtekin á
Keflavíkurflugvelli í september með
efnin innvortis. Hún játaði sök. Í
dómnum segir að af gögnum málsins megi
ráða að hún hafi ekki verið eigandi
efnanna, eða tekið þátt í kaupum
og skipulagningu smyglsins, að
öðru leyti en að flytja þau til
landsins gegn greiðslu. Gæsluvarðhald
frá 8. september dregst af refsingunni.