INNLENDAR FRÉTTIR 102 27/1 Líkur á eldingum við suðurströndina Það er ekki aðeins hvassviðri sem dynur
á íbúum og ferðalöngum syðst á landinu
í dag. Líkur eru á hellidembum og
eldingaveðri við suðurströndina fyrir
hádegi. Þetta tekur vakthafandi
veðurfræðingur á Veðurstofunni fram í
athugasemd á vef Veðurstofunnar.Enn
blæs hressilega með suðurströndina
og geta vindhviður í Mýrdal og
Öræfum verið varasamar fyrir ökutæki
sem taka á sig mikinn vind.Eldingar
á Norður-Atlantshafi. Rauðir
punktar sýna eldingar í
dag.Veðurstofan