INNLENDAR FRÉTTIR 102
Þrír erlendir ferðamenn með alvarle
Þrír erlendir ferðamenn eru alvarlega
slasaðir á sjúkrahúsi eftir bílslys
nærri Fagurhólsmýri á Suðurlandi í gær.
Tvær þyrlur landhelgisgæslunnar voru
kallaðar út á sjötta tímanum. Einn
hefur verið útskrifaður af
sjúkrahúsi. Þetta staðfestir
Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri
hjá lögreglunni á Suðurlandi,
við fréttastofu.Allir sem lentu
í slysinu eru erlendir ferðamenn. Þeir
voru í fólksbíl og jeppling sem skullu
saman. Lögreglan tilgreinir hvorki
þjóðerni fólksins eða né kyn. Tildrög
slyssins eru til rannsóknar.