Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   18/9 
 Dauðir selir með sár eftir skotvopn    
 Þrír dauðir selir hafa fundist         
 við Steingrímsfjörð á Ströndum         
 sem virðast hafa verið drepnir         
 með skotvopni.Jón Halldórsson          
 hefur myndað tvo af selunum sem        
 fundist hafa við Hrófberg og           
 Stakkanes. Sjálfur er Jón frá Hrófbergi
 en er búsettur í Hólmavík. Hann        
 segist ekki vita hver var þarna að     
 verki en svona eigi enginn             
 að gera.Selaveiðar eru bannaðar        
 á Íslandi hvort sem um ræðir í sjó, ám 
 eða vötnum nema að fengnu sérstöku     
 leyfi frá Fiskistofu til selveiða til  
 eigin nytja.Hlynur Snorrason,          
 yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á    
 Vestfjörðum, segir lögreglu ekki hafa  
 fengið tilkynningu vegna málsins.      
                                        
                                        
Velja síðu: