INNLENDAR FRÉTTIR 102
Færri biðja um jólaaðstoð
hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú
en áður. Félagsráðgjafi segir
aðgerðir stjórnvalda, á borð við
ókeypis skólamáltíðir, hafa fækkað í
hópi þeirra sem þurfa á aðstoð
að halda.Hjálparstarf kirkjunnar veitir
þeim sem á þurfa að halda ýmiss konar
aðstoð allan ársins hring og
jólaaðstoðin er stór þáttur í
starfseminni. Umsóknarfrestur um
aðstoðina rennur út á þriðjudaginn og
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi
hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
segir verkefnið fara vel af
stað."Mér sýnist að þetta séu færri
umsóknir en hafa verið að berast til
okkar áður fyrr í kringum jól,
segir Vilborg.Síðasta úrræðiðHvað
gæti skýrt þessa fækkun?"Það