Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   10/12
 Viðvörun vegna norðaustan hvassviðr    
 Skammt suður af Færeyjum er kröpp lægð 
 á hreyfingu norður, sem veldur hvassri 
 norðaustanátt eða stormi í dag.Varað er
 við hvassviðri á Vestfjörðum og        
 Suðausturlandi og hríð á miðhálendinu. 
 Rigning eða slydda verður öðru hverju  
 víða um land, en lengst af þurrt á     
 Suður- og Vesturlandi. Það dregur úr   
 vindi í kvöld þegar lægðin             
 fjarlægist norður í haf.Á morgun,      
 fimmtudag, kemur ný lægð sunnan úr     
 hafi, sem dýpkar ört, en virðist ætla  
 að sveigja til suðvesturs frá          
 landinu. Gerir þá austanhvassviðri     
 eða -storm með rigningu eða slyddu,    
 en snjókomu til fjalla.                
 Hægari suðaustlæg átt og skúrir        
 eða slydduél sunnan til                
 seinnipartinn, en rofar smám saman til 
 fyrir norðan.Sama lægð nálgast aftur   
Velja síðu: