Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/1 
 Bíða á göngum eftir að komast í rúm  
 Undanfarna viku hafa um 20 beðið á   
 hverjum degi á bráðamóttöku Landspítala
 eftir að komast inn á ýmsar legudeildir
 spítalans eftir að hafa lokið meðferð á
 bráðamóttökunni. Alltaf þurfa     
 einhverjir að liggja á göngum og það  
 leiðir til þess að sóttvarnir eru ekki 
 eins og best verður á kosið, að sögn  
 Jóns Magnúsar Kristjánssonar yfirlæknis
 bráðalækninga á Landspítalanum. "Það er
 þröngt hjá okkur alla daga, segir Jón 
 Magnús um stöðuna á deildinni. "Það er 
 ekki vegna þess að komum hafi fjölgað, 
 heldur er það vegna tafar á því að   
 sjúklingar bráðamóttöku geti lagst inn 
 á þær deildir spítalans sem þeir þurfa 
 að komast á. Það leiðir meðal annars  
 til þess að fólk þarf að liggja á   
 göngum.                
                    
Velja síðu: