INNLENDAR FRÉTTIR 102
Vinkona móðurinnar: Jarðar dóttur e
Fjölskylda drengs sem er í fíknimeðferð
í Suður-Afríku var nýkomin þangað til
að vera með honum yfir jólin, þegar
ógæfan reið yfir og hún lenti í
bílslysi. Amma drengsins og þrettán ára
systir hans létu lífið. Vinkona
móður barnanna segir síðustu daga
hafa verið óraunverulega.Þrír
íslenskir drengir hafa undanfarið verið
í meðferð hjá stofnuninni Healing Wings
í Suður-Afríku. Mæður þeirra sendu þá
þangað eftir að hafa mætt lokuðum dyrum
á Íslandi. Fjölskylda eins þeirra hélt
utan í síðustu viku til að vera með
honum yfir hátíðirnar.Á miðvikudag, á
leiðinni á hótelið, breyttist allt,
þegar bíll þeirra skall á flutningabíl
úr gagnstæðri átt. Amma drengsins
og þrettán ára systir létu lífið
í slysinu. Pabbi hans liggur enn þungt