Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  24/9 
 RIFF kemur heim í stofu        
 RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í    
 Reykjavík, hefst í dag. Vegna     
 kórónuveirufaraldursins er hátíðin með 
 öðru sniði en áður, hún mætir nú heim 
 til áhugasamra, auk þess að fara um  
 landið með bíóbíl. María Ólafsdóttir, 
 kynningarfulltrúi hátíðarinnar segir að
 þetta fyrirkomulag verði hugsanlega til
 frambúðar. Þetta er 17. RIFF-hátíðin 
 og opnunarmyndin er Þriðji póllinn   
 eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ  
 Magnason. 110 myndir frá 47 löndum   
 verða sýndar og ólíkt fyrri hátíðum  
 verður hægt að njóta myndanna heima í 
 stofu, því þær verða einnig sýndar á  
 vefsíðu RIFF.  María segir að    
 erlendar kvikmyndahátíðir hafi boðið  
 upp á svipað fyrirkomulag í ár og ekki 
 sé ólíklegt að þetta sé komið til að  
 vera.                 
Velja síðu: