INNLENDAR FRÉTTIR 102
Inga veitti samtökum milljónastyrk
Í lok nóvember birtist tilkynning á vef
félags-og húsnæðismálaráðuneytisins þar
sem greint var frá því að Inga
Sæland, þáverandi ráðherra, hefði
veitt fjórum verkefnum styrk uppá
samtals 60 milljónir. Öll áttu þau að
miða að því að tryggja þolendum
ofbeldis um allt land aðgengi að
stuðningi og ráðgjöf. Sambærilegir
styrkir voru veittir í fyrra upp á
þrjátíu og fimm milljónir. Inga flutti
sig sem kunnugt er yfir í
mennta-og barnamálaráðuneytið
um helgina.Kvennaathvarfið fékk
hæsta styrkinnStyrkirnir eru liður
í aðgerðum stjórnvalda til að bregðast
við afleiðingum COVID-19 faraldursins.
Þegar þeir voru auglýstir var lögð á
áhersla á að styrkja ætti verkefni sem
byggðust á samstarfi margra