INNLENDAR FRÉTTIR 102
Það var fleira en flugeldar á himni sem
gladdi augu fólks sem fagnaði nýja
árinu við Meðalfellsvatn í Kjósinni.
Upp úr miðnætti blasti við stór
rosabaugur í kringum tunglið. Kristján
Sigurjónsson sendi fréttastofu
meðfylgjandi myndir sem teknar voru af
þeim Guðrúnu Geirsdóttur og
Áslaugu Óttarsdóttur. Kristján segir
þetta hafa verið mikið sjónarspil
rúma klukkustund.Rosabaugar sjást
aðeins ef skýjahula er á himni, að því
er segir á Vísindavef Háskóla
Íslands. Þeir myndast við ljósbrot
í ískristöllum í háskýjum.
Rosabaugar sjást stundum kringum
tunglið en oftar um sólina. Ástæða þess
að þeir sjást sjaldnar um tungl er
sú að það skín miklu daufar