INNLENDAR FRÉTTIR 102
Vegagerðin býður út Fljótagöng
Vegagerðin hefur óskað eftir tilboði í
for- og verkhönnun Fljótaganga, sem
eiga að koma í stað Strákaganga og
vegar um Almenninga. Göngin eiga að
liggja milli Nautadals í Fljótum
og Hólsdals. Innifalið í verkefninu
jarðganganna, vega og tveggja
brúa.Verkið felst í for- og verkhönnun
á Siglufjarðarvegi milli Stafár
í Fljótum og að tengingu við núverandi
Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar.
Með framkvæmdinni styttist leiðin milli
Fljóta og Ólafsfjarðar um um það bil
fjórtán kílómetra og leiðin milli
Fljóta og Siglufjarðar um tíu
kílómetra. Frestur til að skila inn
tilboðum er til 16. desember.Myndin er
af Siglufjarðarvegi. Loftmynd tekin
af hlíðinni við Strákagöng.RÚV / Andrea