INNLENDAR FRÉTTIR 102
Börn yngri en 17 mestu lestrarhesta
Alls lánuðu bókasöfn landsins safnkost
sinn til 16% landsmanna á þriðja
ársfjórðungi 2025.Hlutfall þeirra sem
nýttu sér bókasöfn var langhæst meðal
barna yngri en 17 ára eða alls 44,5%.
Lægsta hlutfallið var á meðal þeirra
sem eru 25 til 39 ára eða alls
6,4%. Næsthæst var hlutfallið
meðal þeirra sem eru 60 ára eða eldri
eða alls 11,2%.Athygli vekur að
þegar horft er til fjölda útlána
að meðaltali eftir aldri er það
lægra meðal barna 17 ára og yngri
eða alls 5,6 útlán að meðaltali.
Þetta hlutfall var hins vegar rúmlega
níu að meðaltali meðal þeirra sem
eru 25 til 39 ára.Annað sem
vekur athygli er að lestrartölur
barna taka dýfu á öðrum ársfjórðungi
en það tímabil er frá apríl og fram