INNLENDAR FRÉTTIR 102
Rannsóknarnefnd vill að öryggi verð
Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að
Vegagerðin ráðist í viðeigandi úrbætur
til að bæta umferðaröryggi á
hringveginum undir Steinafjalli
í Eyjafjöllum. Vegarkaflinn er þekktur
grjóthrunsstaður og varð hrun úr
fjallinu konu að bana í mars.Þetta er
meðal þess sem kemur fram í skýrslu
nefndarinnar eftir rannsókn hennar á
banaslysinu. Nefndin vísar bæði til
þess að grjóthrun er mun algengara
en skráðar heimildir segja til um,
að mati heimamanna, og að umferð
um veginn hefur fimmfaldast
frá aldamótum. Þar af leiðir að hætta
á því að grjót falli á bíla er meiri en
áður.Nefndin segir að grjóthrun úr
fjallinu sé algengast á haustin og
vorin. Hún vill að Vegagerðin vinni
þegar að úrbótum á veginum. Þar eru