INNLENDAR FRÉTTIR 102
Krefur Agnesi um tvær milljónir
Aldís Schram hefur stefnt Agnesi
Bragadóttur, fyrrverandi blaðamanni á
Morgunblaðinu, fyrir ummæli í færslu
sem birtust á Facebook á síðasta ári.
Aldís krefst þess að fern ummæli verði
dæmd ómerk og að Agnes verði dæmd til
að greiða henni tvær milljónir króna.
Ummælin voru sett fram í tengslum við
sakamál á hendur Jóni Baldvini
Hannibalssyni, föður Aldísar, þar sem
hann var sakaður um að hafa áreitt konu
kynferðislega á Spáni fyrir fjórum
árum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði
Jón Baldvin af ákærunni en dóminum
hefur verið áfrýjað til Landsréttar.