Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/11
 Vara við svikaherferðum        
 Netöryggissveitin CERT-IS varar við  
 svikaherferðum í tengslum við stóra  
 netverslunardaga. Í nýrri tilkynningu 
 frá netöryggissveitinni segir að    
 síðustu daga hafi borið á aukningu í  
 svikaherferðum í nafni         
 flutningafyrirtækja í tengslum við   
 stórtilboðsdaginn 'dag einhleypra' þann
 11. nóvember. Svikarar nýti sér gjarnan
 tilboðsdaga sem þennan til að hrinda af
 stað svikaherferðum og að búast megi  
 við fleiri herferðum í tengslum við  
 'svartan föstudag' og 'netmánudag'.  
 Þær gangi þannig fyrir sig að notandi 
 sé minntur á að greiða sendingarkostnað
 vegna nýlegra vörukaupa í gegnum falska
 vefsíðu. Síðurnar verði sífellt    
 trúverðugri og því geti reynst erfitt 
 að greina svikasíður frá raunverulegaum
 greiðslusíðum.             
Velja síðu: