Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   31/1 
 Ungmenni réðust á karlmann á strætó    
 Hópur unglinga veittist að manni       
 á fimmtugsaldri við strætóstoppistöð í 
 Garðabæ, um klukkan hálf tólf fyrir    
 miðnætti í gærkvöld.Jóhann Karl        
 Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn,   
 segir manninn hafa særst í andliti     
 og mögulega brotið tönn eða kjálka     
 í áflogunum. Hann var sendur           
 með sjúkrabíl til aðhlynningar         
 eftir árás ungmennanna sem eru öll     
 undir átján ára aldri.Hann segir       
 manninn hafa beðið eftir strætó þegar  
 hópur unglinga kom á biðstöðina. Það   
 hafi kastast í kekki á milli þeirra    
 og unglingarnir farið að slást         
 við manninn með                        
 fyrrgreindum afleiðingum. Tveir úr     
 hópi ungmennanna séu                   
 taldir aðalgerendur.Málið er rannsakað 
 í samvinnu við Barnavernd.             
Velja síðu: