INNLENDAR FRÉTTIR 102
Síðustu 100 trén í fyrsta forgangi
Síðustu trén sem þarf að fella á mesta
forgangssvæðinu í Öskjuhlíð verða felld
um helgina. Þetta er gert að kröfu
Samgöngustofu sem segir of há tré ógna
flugöryggi og þess vegna hefur
á Reykjavíkurflugvelli verið lokuð
að undanförnu.Í tilkynningu
frá Reykjavíkurborg segir að enn
eigi eftir að fella um 100 tré og
næstu skref verða metin eftir
helgi. Fyrst þarf að fjarlægja
trjábolina og svo verður hugað að
verklagi við að fella tré á
næsta forgangssvæði.Samkvæmt
kröfu Samgöngustofu þarf að fella
um 1.400 tré á þremur forgangssvæðum
í Öskjuhlíð, en það er um 17%
trjáa þar.Samgöngustofa ákveður