Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  26/1 
 Vegir lokaðir og ófærir á Vestfjörð  
 Óvissustig er í Súðavíkurhlíð og    
 Flateyrarvegur um Hvilftarströnd er enn
 lokaður vegna snjóflóðahættu. Veðurspá 
 er óskapleg og ekki líklegt að hægt  
 verði að opna í bráð. Þröskuldar hafa 
 verið meira og minna lokaðir síðan   
 fyrir helgi, Dynjandisheiði er lokuð og
 Steingrímsfjarðarheiði ófær vegna   
 veðurs. Klettsháls er þá sömuleiðis  
 ófær. Vegagerðin hefur allan varann á 
 hvað Flateyrarveg varðar, að sögn   
 Guðmundar R. Björgvinssonar,      
 yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á    
 Ísafirði. "Við bíðum þangað til að   
 veðrið gengur niður og hægt verður að 
 sjá til. Það er mjög blint núna og   
 austanátt sem gerir ástandið verra. Ef 
 veður gengur niður og menn ná að sjá  
 eitthvað til verður hægt að skoða það 
 að opna.                
Velja síðu: