INNLENDAR FRÉTTIR 102
Blæs hressilega syðst á landinu
Þessa dagana er víðáttumikið hæðarsvæði
fyrir norðan land sem teygir sig frá
Grænlandi yfir til Skandinavíu. Það
gerir það að verkum að lægðir komast
ekki hina algengu leið til norðurs.
Lægðir sunnan við land þrýsta á
móti hæðinni og því má búast
við allhvössum eða hvössum vindi
allra syðst á landinu. Víða á
landinu verða 8 til 13 metrar á sekúndu
athugasemd veðurfræðings segir að
hvassir vindstrengir syðst á landinu,
til dæmis í Mýrdal og í Öræfum,
geti verið varasamir ökumönnum á
bílum sem taka á sig mikinn
vind.Það verður að mestu bjart um
landið vestanvert, annars skýjað
og dálitlar skúrir eða él. Hiti
verður á bilinu 0 til 7 stig en um