INNLENDAR FRÉTTIR 102
Strok úr landeldisstöð uppgötvaðist
Eldisfiskur úr keri í landeldisstöð í
Tálknafirði komst í sjó 30. desember
þegar flæddi yfir í kerinu.
Matvælastofnun fékk ekki tilkynningu um
strokið fyrr en henni barst nafnlaust
ábending 9. janúar um að dauð og
hálfdauð bleikjuseiði hefðu fundist
í höfninni.Matvælastofnun greinir
frá þessu í dag. Þar segir að
við eftirgrennslan hafi komið í ljós
frá Tungusilungi sem er með ker niðri
frá Tálknafjarðarhöfn.Stjórnendur Tungu
virkjuðu ekki viðbragðsáætlun vegna
stroksins. Þegar starfsfólk
Matvælastofnunar grennslaðist fyrir um
strokið fengust þær upplýsingar að um
27 þúsund fiskar væru í kerinu þar
sem flæddi yfir. Tungusilungsmenn