INNLENDAR FRÉTTIR 102
Stórar rakettur og tertur vinsælast
Flugeldasalan, ein helsta
fjáröflun björgunarsveitanna, stendur
sem hæst. Morgunútvarpið ræddi
við Þorbjörgu Petreu Pálsdóttur
hjá Landsbjörg í morgun um vinsældir
í flugeldakaupum."Það er náttúrlega það
skemmtilegasta að kaupa þessar kökur
sem við erum með. Þetta eru bara svona
hálfgerðar flugeldasýningar í
kassa. Hvað með ýlurnar, eru þær
alfarið á útleið?"Þær hafa minnkað
svolítið með árunum en það eru
alltaf einhverjir sem koma og biðja
um ýlur. En því miður þá hefur
það aðeins minnkað, ég veit ekki
hvort það er jákvætt eða neikvætt.
Sumir myndu klárlega líta á það
sem jákvætt. Algengt að einn í
götunni sjái um að kaupa og skjóta
uppÞótt einhverjir vilji halda