Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   14/1 
 Tveir áfram í gæsluvarðhaldi eftir     
 Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í  
 áframhaldandi gæsluvarðhald            
 vegna rannsóknar lögreglunnar          
 á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík    
 í síðustu viku.Karlmaður fannst        
 illa leikinn utandyra í austurborginni 
 á föstudag. Tveir menn voru handteknir 
 og úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem var 
 svo framlengt í dag.Annar maðurinn, sem
 er á þrítugsaldri, var úrskurðaður     
 í fjögurra vikna varðhald á grundvelli 
 almannahagsmuna en hinn, á             
 fimmtugsaldri, í vikulangt varðhald    
 vegna rannsóknarhagsmuna. E. Agnes Eide
 Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn     
 rannsóknarsviðs, segir fórnarlambið á  
 batavegi en áverkarnir hafi verið      
 alvarlegir, meðal annars á höfði. Tveir
 menn verða áfram í haldi.RÚV /         
 Ragnar Visage                          
Velja síðu: