INNLENDAR FRÉTTIR 102
Djúpri lægð fylgja varasamir vindst
Mjög djúp og víðáttumikil
lægð suðvestur af landinu þokast
í austur á morgun og veldur hvassviðri
og stormi syðst á landinu. Búast má við
strekkingi víðast hvar annars
staðar.Spár gera ráð fyrir að vindur
verði á bilinu 5 til 13 metrar á
sekúndu í kvöld en að hann verði
allhvass við suðurströndina. Í nótt
bætir svo í.Í athugasemd frá
veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að
á morgun megi búast við mjög
hvössum vindstrengjum við
Mýrdalsjökul, undir Eyjafjöllum og í
vestanverðum Öræfum. Hviður gætu náð
allt að 35 til 40 metrum á sekúndu frá
hádegi á morgun og fram á
þriðjudagskvöld. Þær aðstæður geta
verið varasamar fyrir ökutæki sem taka
á sig vind.Á morgun má annars búast við