INNLENDAR FRÉTTIR 102
Spretthópur Ingu Sæland kannar aldu
"Það á ekki að hanga á þessu
mjög lengi, það er svolítið Inga
mín, segir Sigurður Helgi
Pálmason alþingismaður úr
Flokki fólksins.Sigurður Helgi
leiðir spretthóp á vegum mennta-
og barnamálaráðuneytisins sem
kannar möguleika á að setja
aldurstakmark á samfélagsmiðla á
Íslandi. Inga Sæland, mennta-
og barnamálaráðherra, lýsti yfir
vilja til að setja slíkt aldurstakmark
í Kastljósi í síðustu viku og vinnan er
nú hafin.Sigurður sagði að nú myndi
hópurinn eiga samtöl við kennara,
sálfræðinga og fleiri sem hafa kynnt
sér málið vel. "Ég held að það sé líka
mjög mikilvægt í öllum svona málum að
eiga samtöl við krakka, sagði
hann.Hlustaðu á viðtalið í spilaranum