INNLENDAR FRÉTTIR 102
"Við erum löngum stundum neðansjáva
Kafbáturinn USS Newport News kom
að landi við Grundartanga í Hvalfirði í
gær. Íslensk og bandarísk stjórnvöld
segja þetta viðbragð við aukinni ógn í
Norður-Atlantshafinu eftir innrás
Rússlands í Úkraínu.Árið 2023 samþykkti
Alþingi að leyfa kjarnorkuknúnum
kafbátum að taka vistir við
Íslandsstrendur. Síðan hafa kafbátar 7
sinnum haft viðveru við strendur
landsins en þetta er í fyrsta sinn sem
slíkur kafbátur leggst í höfn.Erin
Sawyer, starfandi sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi segir
sendiráðið hafa unnið að því í þónokkur
ár að gera hafnarheimsóknir
bandarískra kafbáta að veruleika. "Ég
held að þetta sendi mótherjum okkar
merki um að viðvera okkar hér styðji
við NATO og styrki öryggi Íslands hér