Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   30/12
 Sóttu konu sem slasaðist í vélsleða    
 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar         
 var kölluð út um klukkan 20            
 mínútum yfir 1 eftir hádegi í dag til  
 að sækja konu sem slasaðist            
 í vélsleðaslysi á                      
 Langjökli.Ásgeir Erlendsson,           
 upplýsingafulltrúi gæslunnar, segir    
 þyrluna hafa lagt af stað til          
 Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 2.Hann  
 segir þyrlusveitina hafa verið að koma 
 af æfingu og því getað brugðist hratt  
 við. Hún var send að Skálpanesskála til
 að sækja konuna.Meiðsl konunnar liggja 
 ekki fyrir en þau voru þess eðlis      
 að ástæða þótti til að kalla           
 út þyrlu.Jón Þór                       
 Víglundsson, upplýsingafulltrúi        
 Landsbjargar, segir björgunarsveitir á 
 Flúðum, Laugarvatni og úr              
 Biskupstungum hafa verið kallaðar út.  
Velja síðu: