INNLENDAR FRÉTTIR 102
Til skoðunar að setja verklagsreglu
Alma Möller heilbrigðisráðherra segir
að skoðað verði að setja verklagsreglur
um hvenær læknar megi rjúfa trúnað
við sjúklinga.Dómur yfir konu,
sem myrti föður sinn eftir að
hafa beitt hann alvarlegu
ofbeldi mánuðum saman, hefur vakið
umræðu um trúnaðarskyldu lækna.
Faðirinn leitaði síðast á bráðamóttöku
fimm dögum fyrir morðið en vildi ekki
að ofbeldið yrði tilkynnt."Nú
var þessum lögum breytt 2023 og þá
fór fram mikil umræða og það
stendur núna í lögunum að það sé
heimilt að tilkynna með leyfi
sjúklings. En það er líka fjallað um
þetta ítarlega í greinargerð
með frumvarpinu um að það geti
komið upp tilvik þar sem að þetta,
þessa þagnarskyldu þarf að rjúfa