Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  28/2 
 Hörmungardagar á Hólmavík       
 Hörmungardagar standa nú yfir á    
 Hólmavík. Þar á að gera öllu því sem er
 hörmulegt hátt undir höfði.      
 Hörmungardagar eru hátíð alls þess   
 ömurlega, ómögulega, neikvæða og    
 niðurdrepandi í heiminum á versta tíma 
 ársins, í dimmum og köldum febrúar. Eða
 þannig er hátíðinni í það minnsta lýst.
 Esther Ösp Valdimarsdóttir,      
 tómstundafulltrúi í Strandabyggð, er  
 ein skipuleggjenda. "Það vantar oft  
 svona rými fyrir það sem er neikvætt og
 það sem er svona, tuð og nöldur og   
 niðurrif og ýmislegt svona. Líka til að
 fjalla bara um hluti sem við ættum að 
 gefa betri gaum.  Á dagskránni eru  
 meðal annars draugagöngur og      
 sjálfsvorkunnarnámskeið, hægt verður að
 hlýða á hörmungarkvein og snæða    
 hungursneið. Margt af þessu er í    
Velja síðu: