INNLENDAR FRÉTTIR 102
Leysti ráðgátu um barnsfæðingu sem
Þórdís Gísladóttir skáld fann
fyrir helgi fyrstu skriflegu
heimildina um barn sem Jóhann Jónsson
og Elín Elísabet Jónsdóttir eignuðust
í Kaupmannahöfn fyrir rúmlega
hundrað árum. Í gær fann hún svo skjöl
sem vörpuðu ljósi á hver örlög
barnsins urðu.Lengi hafði verið pískrað
um að þau hefðu eignast barn en
enginn hafði vissu um það fyrr en
Þórdís fann upplýsingar í
skjalasafni Mæðrahjálparinnar dönsku um
að þau hefðu eignast barn.Elín og
Jóhann, sem alla jafna var nefndur
Jóhann skáld, felldu hugi saman á
tímum fyrri heimsstyrjaldar, hún
þá þriggja barna móðir sem hafði
þurft að láta tvö þeirra frá sér í
fóstur og hann fimmtán árum yngri,
fátækur en miklar vonir bundnar