INNLENDAR FRÉTTIR 102
"Smá bati þýðir ekki að ástandið sé
Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela,
Helgi Þorsteinsson Silva, segir að það
þurfi að setja matið á ástandinu í
Venesúela í samhengi.Hann segir að ef
ástandið hafi verið mjög alvarlegt
og hræðilegt þýði það ekki að smá
bati frá því ástandi sé nægilega
góður til þess að réttlæta það
að viðbótarvernd sé ekki veitt.Ekki
sé verið að tala um það að það sé
búið að girða fyrir morð af
pólitískum ástæðum eða að það sé búið
að hreinsa fangelsin af fólki sem er
í dýflyssum þarna fyrir engar
sakir, það sé bara verið að tala
um vandamálið hafi skánað og það
er bara nýlega. Hinn almenni
borgari skynji ekki örlítinn bata
á tölfræðinni.Ekkert víst að
ný breyting leggist yfir hópinn