Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   7/1  
 Fagnar nýrri reglugerð um riðuveiki    
 Um áramót tók gildi reglugerð          
 um riðuveiki sem hefur það að          
 markmiði að útrýma riðu í sauðfé á     
 Íslandi. Það verður gert með því að    
 rækta gegn veikinni, tryggja vöktun    
 og markvissar aðgerðir þegar           
 riðuveiki greinist og styðja við       
 greiningar á arfgerðum og ræktun       
 sauðfjár með verndandi og mögulega     
 verndandi arfgerðir gegn riðu. Þá      
 skal endurreisa búskap þar sem         
 riðuveiki hefur greinst og greiða bætur
 vegna niðurskurðar.Miklar breytingar   
 og ný verkfæri í baráttunni            
 við riðuveikiMargt af þessu            
 hljómar kunnuglega, enda hefur         
 undanfarin ár verið unnið eftir nýjum  
 aðferðum við baráttuna gegn riðunni,   
 sem nú eru viðurkenndar sem landsáætlun
 um útrýmingu riðuveiki.                
Velja síðu: