INNLENDAR FRÉTTIR 102
Minnsta verðbólga í fimm ár
Verðbólgan er komin í 3,7 prósent og
hefur ekki verið minni síðan í desember
2020. Hún lækkaði úr 4,3 prósentum í
síðasta mánuði og hefur sveiflast í
kringum fjögur prósent mestallt
árið.Lækkun á flugfargjöldum til
útlanda hafði mest áhrif á hjöðnun
verðbólgunnar. Þau lækkuðu um 14,3
prósent milli mánaða. Húsgögn og
heimilisbúnaður lækkuðu um 2,2 prósent
og föt og skór um 2,7 prósent.Hagstofan
tekur fram að áhrif afsláttardaga
í nóvember gæti meira en áður þar
sem þeir séu ekki lengur tveir eða
þrír heldur teygi sig yfir marga daga
vikur.Verðbólgumarkmið Seðlabankans er
2,5 prósent og vikmörk 1,0 og 4,0
prósent. Verðbólgan er því enn
yfir markmiði. Spár gera ráð fyrir