Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
   INNLENDAR FRÉTTIR 102      
                  25/9 
 Loka deildum á Landsspítala      
 Loka þarf göngudeild skurðlækinga B3 á 
 Landsspítalanum í Fossvogi, sem er   
 sérhæfð göngudeildarþjónusta vegna   
 greiningar og meðferðar á vegum háls- 
 nef og eyrnalækna, heila- og      
 taugaskurðlækna, lýtalækna og     
 taugaskurðlækna.Sömuleiðis er dagdeild 
 A5 lokað. Allmörg ný smit greindust  
 meðal starfsfólk í gær að sögn Hlífar 
 Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra   
 aðgerðasviðs. Þess vegna varð að fjölga
 enn í hópi þess starfsfólks sem fer í 
 sóttkví. Það þýðir að að fresta þarf  
 ýmsum aðgerðum enn frekar en      
 bráðaaðgerðir verða gerðar áfram. Til 
 að bregðast við stöðunni þarf að flytja
 til starfsemi innanhúss og unnið er að 
 endurskipulagningu. Þetta er í fyrsta 
 sinn sem heilli deild er lokað en   
 lokanir voru þó umfangsmeiri í vor.  
Velja síðu: