INNLENDAR FRÉTTIR 102
Hvalshræi sökkt á hafi úti
Búrhval rak á land rétt neðan við bæinn
Strandsel innarlega í Ísafjarðardjúpi
fyrr í mánuðinum. Varðskipið Þór dró
hvalshræið á haf út í morgun.
Aðalsteinn L. Valdimarsson, eini
ábúandinn á staðnum, fylgdist með
aðgerðum Landhelgisgæslunnar en hræið
var staðsett um 500 metrum norðan
við bæ hans, Strandsel. Aðalsteinn
býr einn á bænum og er þar allt
árið með sauðfé.Hann kveðst feginn
að losna við hvalshræið áður en
hlýna fer í veðri og það fari að
rotna. Hins vegar segir hann það
hafa verið ótrúlegt að fá að skoða
svona ferlíki á túninu sínu heima.
Hann segist geta tekið undir
slagara Skítamórals, Farin: "Ertu þá
farin, ertu þá farin frá mér?
HREYFILL TAXI, SÍMI: 5 88 55 22