Forsíða
Fréttir
Veður
Dagskrá
Íþróttir
Samgöngur
Efnisyfirlit
     INNLENDAR FRÉTTIR 102           
                                   12/12
 Hvassviðri, dembur og hætt við eldi    
 Óveðurslægðin frá í gær er nú          
 í morgunsárið stödd um 300 km suður af 
 Reykjanesi. Hún hreyfist               
 í norðnorðaustur og grynnist           
 smám saman. Víða allhvöss eða          
 hvöss suðaustan- og austanátt í dag,   
 en hægari vestantil síðdegis.          
 Rigning eða skúrir, einkum sunnan-     
 og austanlands en úrkomulítið          
 á Norðurlandi. Talsvert var um eldingar
 á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og í 
 nótt. Áfram er hætt við eldingum á þeim
 slóðum, þótt mikið hafi dregið úr      
 virkninni. Lægðin fer yfir landið í    
 kvöld og nótt. Á morgun lægir og       
 styttir upp, en síðdegis fer aðeins    
 að blása af norðri. Þá verður          
 næsta lægð á leið norður fyrir         
 austan land, en hún á ekki að valda    
 neinum usla hér á landi.               
Velja síðu: