INNLENDAR FRÉTTIR 102
Landsvirkjun hagnaðist um 6,8 millj
Landsvirkjun hagnaðist um 6,8 milljarða
króna á þriðja ársfjórðungi og sextán
milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins.
Afkoman er betri en á sama tíma á
síðasta ári.Tekjur af raforkusölu
jukust um sjö prósent á þriðja
ársfjórðungi. Hörður Arnarson,
forstjóri Landsvirkjunar, segir í
tilkynningu um afkomuna að rekstur
aflstöðva hafi verið stöðugur eftir
að vatnsbúskapur batnaði til muna
á fyrri hluta árs. Hann segir
engar vísbendingar um að skerða
þurfi afhendingu á raforku
í vetur.Hagnaður af grunnrekstri dróst
saman um 14 prósent milli ára. Það
skýrist meðal annars af sektargreiðslu
til Samkeppniseftirlitsins og
auknum flutningskostnaði.Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.RÚV