INNLENDAR FRÉTTIR 102
Sigríður vísar ásökunum Barböru um
Sigríður Hjaltested vísar
ásökunum Barböru Björnsdóttur um
einelti í rúmlega 20 ár á bug. Báðar
hafa þær verið dómarar við
Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2013.Til
tíðinda dró í réttarhöldum yfir
Margréti Friðriksdóttur í morgun, sem
ákærð er fyrir ærumeiðingar
og aðdróttanir í garð Barböru eftir
að sú síðarnefnda sakfelldi hana
fyrir líflátshótanir. Þeim dómi var
síðar snúið í Landsrétti.Barbara
sagði við réttarhöldin að ekkert væri
til í orðum Margrétar sem sakaði
hana um lauslæti, misnotkun dómsvalds
og að hafa selt blíðu sína til
að komast áfram í dómaraembætti.
Hún sagði að orðrómur hefði gengið
í dómshúsinu um meint samband hennar og
Símonar Sigvaldasonar dómstjóra en